Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 44
44
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
eignuðist tvær dætur í Baltimore. Valgerði (f. 1. jan. 1921)
og Solveigu (f. 26. maí 1923).
Jón féll frá um það bil sem að kreppan mikla var að
komast í algleyming, og þó að þrír synir Solveigar væri
þá uppkomnir og fullfærir vinnumenn, svo hún hefði á
venjulegum tímum ekki þurft að kvíða, þá reyndist það
svo, að þeim gekk mjög illa að fá sér atvinnu. Reyndi
á þessum árum mjög á þolrif húsfreyjunnar og móðurinnar
og er óhætt að fullyrða, að fáar konur hefðu staðist þá
raun með slíkri prýði og sóma, sem Solveig. Þeir Ragnar
og Stefán fengu fyrst atvinnu, Ragnar í stjórnarþjónustu
sem kjötskoðunarmaður, en Stefán sem pípulagningar-
maður. Jón fékk ekki vinnu fyrr en glæðast tók aftur nýr
stríðsiðnaður, en þá naut hans skamma stund við. Hann
lét lífið í bílslysi á Jólanótt 1941, og varð hann fjölskyld-
unni mjög harmdauði, sem von var til.
En annars fór hagur hennar nú mjög batnandi.
Stefán hefir altaf haft næga atvinnu við byggingar síðan
stríðið hófst. Ragnar hafði fyrir löngu gengið í herinn,
og þegar stríðið byrjaði varð hann fljótt liðsforingi og
eftir að Bandaríkjamenn tóku Island undir verndarvæng
sinn, var hann sendur þangað (1942) og þar er hann enn.
Hann kvæntist í mars 1937 Amerískri konu, sem Mildred
Harvey heitir, og hafa þau eignast tvö börn, Davíð (f.
26. mars 1938) og Mildred (f. 18. apríl 1941). Ragnar er
fjörmaður hinn mesti og vinsæll af öllum, sem þekkja
hann. Síðast þegar fréttist af honum var hann orðinn
höfuðsmaður (kafteinn) í hernum. Karl Jónsson varð
eftir heima hjá móðursystrum sínum þegar Solveig fór
vestur um haf. Gekk hann á Gagnfræðastkólann á Akur-
eyri og mun hafa lokið prófi þar. En 1930 fór hann vestur
um haf á veg foreldra sinna. Var hann þá fyrst við nám
á Polytechnic Institute í Baltimore. Seinna fór hann í
Johns Hopkins háskólann og las jarðfræði. Lauk hann
doktors prófi í henni í vor. Var hann fyrstur íslendinga