Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 54
54
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
götur canadisku þjóðarinnar, þá lifir hún ekki síður í
hreysum fátæklegra þorpa eða meðfram vegleysum af-
skektra sveitabyggða, þar sem hún átti stærstan og sterk-
astan þáttinn að stofna fræðslu og kenna hinum hjálpar-
þurfa þá list að hjálpa sér sjálfum.”
Jafn fagurlega var frú Jórunnar og starfsemi hennar
að þjóðþrifamálum minnst í ritstjórnargrein í Winnipeg
Tribune, er sagði, að hún hefði með starfi sínu og persónu
haft frábær áhrif eigi aðeins innar Winnipegborgar og
Manitoba-fylkis, heldur einnig um allt land. “Hún var
í hópi fremstu borgara vorra”, bættir blaðið við, og leg-
gur ennfremur áherslu á það, að fáir hafi reynst jafn
ágætir þegnar Canada.
Hvergi var hennar þó minnst fagurlegar en í kvæðu
á ensku (“Til Jórunnar H. Líndal”) eftir ónafngreindan
höfund, og fylgir það hér í ágætri þýðingu dr. Sigurðar
J. Jóhannesson:
Ég sá þig aldrei, svo eg vissi til,
en sagan þín var kunnug mér sem öðrum;
frá lífi þínu lagði kraft og yl,
er lyfti þeim, er veifa smærri fjöðrum.
Úr gömlu blaði geymdi eg mynd af þér,
í gegnum hana sá eg fegurð skína;
þar tign og göfgi brostu móti mér
og minntu glöggt á alla sögu þína.
Ef ég, sem aldrei sá þig, sakna þín,
hve sárt mun þeim, er nutu hamingjunnar
og náðu geisla af þinni sál til sín,
þú sigurprúða ímynd Fjallkonunnar.