Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 57
ALMANAK 1944
57
Stríðþjálfaður stórhugur
og starfsdugur
endist atgangsfrekum
að afrekum.
Einn í ættargarði
óbrotgjarn varði
ægir aldastormi
yfir Guttormi!
Eftirmáli.
Þegar Guttormur skáld Guttormsson fór sigurför
sína til Islands sumarið 1938, kepptust skáld heimaþjóð-
arinnar um að hylla hann í fögrum og hlýjum ljóðum.
Munu flest þeirra kvæða hafa verið birt á prenti heima
á Islandi, og mörg þeirra voru endurprentuð í íslenzku
vikublöðunum vestur hér.
Hið tilþrifamikla kvæði, sem Sigurður skáld Jónsson
á Arnarvatni orti til hins vestræna skáldbróður síns, hefir
þó eigi áður verið prentað, og kunna útgefendur og rit-
stjóri Almanaksins Guttormi skáldi þakkir fyrir það, að
hann hefir látið þeim kvæðið í té til birtingar. Þar sem
það er að öðrum þræði bróðurlegt ávarp til íslenzkra
landnema í Vesturheimi og maklegur lofsöngur þeirra,
fer einnig ágætlega á því, að það birtist í 50. árgangi
þessa rits, sem um annað fram hefir haft það hlutverk
með höndum að halda á lofti nöfnum landnemanna og
minningu þeirra.
Jafnframt er höfundur kvæðisins minnugur þess, að
Guttormur Guttormsson er eigi fyrsta merkisskáld Vest-
ur-Islendinga, sem farið hefir frægðarför til íslands í
gestaboði heimaþjóðarinnar. Kemur það glöggt fram í
upphafslínum næst síðasta erindis kvæðisihs, þar sem
höfundurinn talar um “Kóngörn Klettafjalla” og “Kyrra-