Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 68

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 68
68 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: var einnig fæddur þar. Móðir hans hét Þórunn Gunnars- dóttir, ættuð úr Árnessýslu. Hann flutti til Ameríku 1886, og dvaldi ein þrjú ár í Winnipeg. Sigurjón kvæntist 26. júní 1886, Guðrúnu Jónsdóttur frá Setbergi í Iiafnarfirði. Vorið 1899, fluttu þau vestur til Þingvallabygðar og voru þar í fjögur ár, en urðu að flytja þaðan vegna vatnsleysis. Fóru þau þá til Sandybay við Manitobavatn. Þar bjuggu þau í níu ár og höfðu góða landkosti. Árið 1902 fluttu þau sig enn, og þá til Siglunesbygð- ar, en urðu að flýja þaðan sökum flæðis úr vatninu. Þá fluttu þau í þessa bygð, og námu land á S.E. Sec. 23,T. 20, R. 5, en keyptu svo landið, sem þau bygðu á heimili sitt. Þeir feðgar ruddu og plægðu land til akuryrkju, með góðum árangri, en af því mest af þeirra landi er engi og skógur, leggja þeir sig mest eftir griparækt og mjólkursölu og farnast mjög vel. Þeir hafa fyrir löngu bygt stórt íbúðarhús og góð gripahús, og fara prýðilega með allar skepnur. Jón, sonur Sigurjóns og Guðrúnar, hefir altaf búið með foreldrum sínum og er hann búmaður góður. Hann er afbragðs skýr maður, svo eg hefi notið hans upplýsinga við samning þessara söguþátta. Jón nam land á S.V. Sec. 23, T. 20, R. 5, og keypti S.V. Sec. 14, T. 20, R. 5. Þeir feðgar hafa stutt á allan veg framfaramál sveitarinnar og eru bæði þjóðræknir og gestrisnir, eins og best má vera. Sigurjón og Guðrún áttu tvær dætur. 1. Þórunn, fædd 1894; Vilborg, fædd 1898, gift M. E. Kahler vélafræðing í Winnipeg. Sigurjón er nú nýlega látinn. Andaðist 24. janúar 1940. En ekkja hans hefir allgóða heilsu, þó orðin sé rúmlega áttræð. Þeim hjónum var haldið gullbrúð- kaups afmæli 1936, með miklum veg og rausn, og naut eg þeirrar ánægju að vera þar viðstaddur og óska þeim til hamingju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.