Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 71
ALMANAK 1944
71
BJARNI TORFASON, bróðir Skúla Torfasonar, nam
land á S.E. Sec. 28, T. 20, R. 5. Kona hans var Katrín
Gissurardóttir, ættuð úr Skaptafellssýslu. Þau áttu fjögur
börn, sem mér er kunnugt um. 1. Sigurður, kvæntur, og
býr á Gimli, á börn. 2. Carl, á einnig heima á Gimli.
3. María, giftist Jóni Hávarðssyni bónda á Siglunesi, áttu
tvo sonu, Helga og Óskar. 4. Una, gift Bjarna Bjarnasyni
rakara í Winnipeg.
Sigurður Torfason tók einnig land á N.V. Sec. 23,
T. 20, R. 5, en bjó með föður sínum. Bjarni bjó lengi
hér í bygð, með góðum orðstýr. Bæði er hann og kona
hans látin fyrir nokkrum árum.
KRISTJÁN GISSURSSON, bróðir konu Bjarna Tor-
fasonar, nam land á N.V. Sec. 36, T. 20, R. 5. Kristján
dvaldi lengst af með Bjarna mági sínum. Hann er dáinn
fyrir löngu og á hér enga erfingja, svo eg viti til.
Bjarni Torfason var fæddur í júní 1850. Dáinn 18.
apríl, 1926.
JÓN REYKDAL JÓNSSON er fæddur í Bæ í Borg-
arfirði, flutti til Ameríku 1882 og nam land hér í bygð og
bjó lengi góðu búi. Móðir hans hét Helga Jónsdóttir frá
Deildartungu í Borgarfirði. Móður Helgu var Guðrún
Böðvarsdóttir frá Skáney. Hún dvaldi nokkur ár með
Jóni syni sínum og Árni Reykdal, maður hennar, eða þar
til að þeir, Páll bróðir Jóns og Árna fóru að búa sjálfir.
Jón Reykdal kvæntist heima á Islandi, Helgu Halldórs-
dóttur, en misti hana eftir fá ár. Svo giftist hann aftur
seinni konu sinni, Sigríði Finnsdótur. Eru átta böm þeirra
á hfi. 1. Jón, kvæntur og á börn. 2. Finnur, er á Lundar.
3. Böðvar, bóndi í bygðinni. 4. Þórhallur, ókvæntur.
5. Helga. 6. Lilja. 7. Jenny. 8. Lára. Jón Reykdal and-
aðist 1927 á Lundar. Hann var lengi meðalasali hér
norður með vatninu, og komst vel af.