Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 72
72
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ÓLAFUR JÓNSSON Ögmundssonar, ættaður úr
Loðmundarfirði, nam land á S.E. Sec. , T. 20, R. 5 og bjó
þar bæði vel og lengi. Kona hans var Guðrún Bjöms-
dóttir Pálssonar frá Hleinargarði í Eyðaþinghá. Ólafur
er látinn fyrir löngu, en Guðrún, ekkja hans á heima hjá
sonum sínum í Winnipeg. Þeirra börn. 1. Björn, nam
land á N.E. Sec. 25, T. 20, R. 5. 2. Aðalsteinn, nam land
á S.V. Sec. 19, T. 20, R 4. 3. Sigríður, gift Jóni Guttorms-
syni á Lundar. Þau eiga börn.
Synir Ólafs, Björn og Aðalsteinn, seldu árið 1927
lönd sín og lausafé og fluttu til Winnipeg. Keyptu þar
fasteignir fyrir fé sitt og hafa sýnt, að þeir eru færir um
að synda gegnum stórborga strauminn. Þeir eru sívinn-
andi og reglumenn miklir. Hvorugur þeirra hefir enn
fest ráð sitt.
GUÐMUNDAR SIGURÐSSON nam land á S. V.
Sec. 25, T. 20, R. 5. Dvaldi hér fáein ár, en flutti síðan
til Alberta fylkis. Síðan er öllum ókunnugt um æfiferil
hans.
ÍSLEIFUR RÚNÓLFSSON, ættaður úr Hornafirði,
dvaldi nokkur ár hér í bygð. Kona hans hét Guðrún.
Þau fluttu til Last Mauntain í Saskatchewan. Þar býr
Rúnólfur sonur hans, kvæntur Björgu, dóttur Bergþórs
Jónssonar.
MAGNÚS ÓLAFSSON FREEMAN, Gunnarssonar
frá Vatnshlíð í Húnavatnssýslu flutti til Ameríku 1886 frá
Litlasandi á ,Hvalfjarðarströnd. Kona hans var Helga
Jónsdóttir Sigurðssonar frá Ferstiklu í sömu sveit.
Magnús nam land, 1887, á S.V. Sec. 20, T. 20, R. 5
og bjó þar lengi góðu búi. Þaðan flutti hann til Narrows
P.O., og dvaldi þar fáein ár, en flutti þaðan vestur að
Kyrrahafi og var þar sjö ár. Loksins fluttu þau hjón til