Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 80
80
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hæfileika kynstofns vors til að þola þungar þrautir, horf-
ast djarflega í augu við örðug lífskjör, en ganga þó að
lokum sigrandi af hólmi. Þessvegna er oss einnig skylt
og holt, að minnast þessara frumherja vorra, landnáms-
mánnanna og landnámskvennanna, er borið hafa merki
vort fram til sigurs í landi her.
1 þeim hópi stendur bændaforinginn Jóhannes
Einarsson í Lögbergsbygðinni í Saskatchewan framar-
lega, en hann átti áttatíu ára afmæli síðastliðið sumar
og minntust sveitungar hans þeirra tímamóta í athafna-
samri og nytjaríkri æfi hans á maklegan og virðulegan
hátt.
Jóhannes er fæddur 19. júní 1863 í Grenivík í Höfða-
hverfi við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Einar Jóhann-
esson frá Finnastöðum í Köldukinn og Elíná Jónasdóttir
frá Hvammi í Höfðahverfi. En frá því á öðru aldursári
ólst hann upp hjá Jóni Loptssyni skipstjóra í Keflavík
austan Eyjafjarðar og Ovídá Jónasdóttur, móðursystur
sinni. Þegar Jóhannes var sex ára gamall, fluttust þau
í Haganes í Fljótum, og var hann síðan hjá fósturforeld-
rum sínum í Haganesvík þangað til 1875, en þá fluttu
þau búferlum norður í Hvamrn í Höfðahverfi, og þar
átti Jóhannes heima eftir það þangað til hann fluttist
vestur um haf 1889.
Jón Loptsson hafði lært sjómannafræði í Kaupmann-
ahöfn og hélt uppi sjómannaskóla í Haganesi 1871-72.
Var það sjómannaskóli hins eyfirska ábyrgðarfélags, en
svo nefndist félagsskapúr eigenda hákarlaskipa á þeirn
slóðum. Er enn til í vörslum Jóhannesar bók með nöfn-
um og prófeinkunnum þeirra, er nám stunduðu á sjó-
mannaskóla fóstra hans og útskrifuðust þaðan vorin 1871
og 1872. Þar sem hér var um brautryðjandastarf að ræða,
mun Jóhannes sjá til þess, að bók þessi, er jafnframt
veitir fræðslu um hvað kennt var á skólanum, lendi ekki
í glatkistunni.