Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 81

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 81
ALMANAK 1944 81 Mjög snemma fór Jóhannes einnig að fást við sjó- mennsku, og formaður varð hann kornungur bæði í Grenivík og Hrísey. 'Var hann síðan formaður að stað- aldri öll árin þangað til hann fluttist af landi burt. Að dæma af vinnubrögðum hans síðan kom hingað vestur, þarf eigi að efa, að hann hafi verið bæði hinn öruggasti og kappsamasti sjósóknari. Skólaganga Jóhannesar var af harla skornum skammti, eins og títt var um íslenzka sveitapilta á þeirri tíð. Fyrstu fræðslu sinnar, lestrarkennslu, naut hann hjá Þorkel Þorkellssyni, þeim, er orti sálminn alkunna: “Eg fell í auðmýkt flatur niður”; hefir það nám sýnilega geng- ið greitt, því að lesið hafði Jóhannes alt Nýja Testament- ið er hann var fimm ára gamall. Seinna var hann tvo vetur við nám hjá séra Tómasi Björnssyni, presti á Hvanneyri og síðar að Barði í Fljótum. Einnig stundaði hann part úr vetri nám á Akureyri hjá Guðmundi Hjalta- syni, og ber hann þeim sérstæða frömuði íslenzkrar al- þýðumentunar hið besta söguna. En takmarkaða skólagöngu sína hefir Jóhannes, að dæmi hinna ágætustu alþýðumanna íslenzkra fyr og síðar, bætt sér upp með víðtækum lestri góðra og nytsamra bóka. Hann er handgenginn íslenzkum fornbókmennt- um, eigi síður en nýrri bókmenntum þjóðar vorrar, og verður oft til þeirra vitnað bæði í samtölum og opin- berum ræðum, því að hann er maður ágætlega minnug- ur. Þá hafa honum verið sérstaklega að skapi rit um heimspekileg efni og þjóðfélagsmál, og er hann víðlesinn í þeim fræðum. Einkum hefir samvinnuhreyfingin verið honum hugstætt umhugsunarefni um dagana, enda er hann þaulkunnugur sögu hennar og trúr málsvari hug- sjóna hennar. Var hann seinast er fundum okkar bar saman (síðastliðið sumar) að lesa nýútkomna sögu sam- vinnuhreyfingarinnar í Canada, og þótti honum sem þar væri eigi alstaðar ritað af nægilegum skilningi eða þekk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.