Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 82
82
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ingu á grundvallaratriðum þeirrar hreyíingar; en skarpa
gagnrýni brestur hann eigi, er hann kýs að líta á hlutina
gegnum það sjónargler, enda er það rammíslenzkt eðli
°g djúpstætt í kynstofni vorum.
Það er einnig langt frá því að vera nokkur tilviljun,
að hugur Jóhaimesar hefir á fullorðinsárum sérstaklega
hneigst að samvinnustefnunni og samvinnumálum
bænda. Hann var á æsku og unglingsárum mjög hand-
genginn Einari Ásmundssyni í Nesi, einum af frömuðum
samvinnustefnunnar (kaupfélagsstefnunnar) á Islandi,
enda voru þeir frændur eigi fjarskyldir. Guðrún móðir
Einars var dóttir Björns Jónssonar í Lundi, en Katrín
amma Jóhannesar var alsystir Björns. Hélst samband
þeirra frændanna eftir að Jóhannes fluttist vestur um haf
og á hann nokkur bréf frá Einari, er lýsa vel þeim merki-
lega manni og framfaravini. Á yngri árum sínum kynnt-
ist Jóhannes einnig mörgum öðrum af samvinnufrömuð-
unum norðanlands.
Sjálfur gerðist hánn einnig snemma á árum starfandi
að þeim málum. Hann var deildarstjóri Kaupfélags Þing-
eyinga í Grýtubakkahreppi frá 1886 til 1889, er hanu
fór vestur. Einnig var hann formaður stjórnarnefndar
sparisjóðs Grýtubakkahrepps seinasta ár sitt á Islandi, en
hann hafði átt hlut að stofnun sjóðsins; geymir hann enn
fyrstu viðskiptabókina, sem gefin var út, og lagði fyrsta
innleggið í sjóðinn. Sýna framangreind opinber störf,
hvers álits Jóhannes naut þá þegar meðal sveitunga
sinna, þó ungur væri.
Hafði það og áður sýnt sig, að tiltrú var til hans
borin fram yfir það, sem almennt gerist, eins og nú mun
sagt verða. Árið 1881 var síldveiðafélag stofnað við Eyja-
fjörð og höfðu félagsmenn tvö “nótalög” og vel þekkta
Norðmenn til yfirstjórnar; voru fjórir Islendingar kosnir
til þess að læra veiðiaðferðina og var Jóhannes einn
þeirra. Eigi átti félagsskapur þessi sér þó langa sögu,