Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 85
ALMANAK 1944
85
Frá því á landnámsárunum hefir Jóhannes einnig
látið sér umhugað um fræðslumál byggðar sinnar, og
var það eitt fyrsta opinbert verk hans eftir að hann fluttist
þangað að standa fyrir byggingu fyrsta skólahúss þar í
byggðarlaginu árið 1891, en hinn góðkunni Islendingur,
Klemens Jónasson í Selkirk, Man., smíðaði húsið, sem
enn stendur. Síðan var Jóhannes skólaráðsmaður (Trustee)
um 15 ára skeið. Fyrir og eftir aldamótin var hann einnig
friðdómari (Justice of the Peace), ennfremur var hann
fyrsti póstafgreiðslumaður í Lögbergsbyggð.
Á uppvaxtar — og yngri árum sínum heima á Islandi
átti Jóhannes, eins og fyr er vikið að, því láni að fagna
að kynnast ýmsum helstu forkólfum í stjórn — og menn-
ingarmálum. Auk Einars í Nesi, segist hann hafa haft
mestar mætur á Benedikt Sveinssyni sýslumanni, er hann
var vel kunnugur á þeim árum. Mun og óhætt mega
segja, að áhugi Jóhannesar á þjóðmálum eigi rætur sínar
að rekja til áhrifanna frá þessum og öðrum ágætismönn-
um, er hann kynntist á umræddu tímabili, en hann hefir
látið sig stjórnmál allmikið skipta um dagana, og hallast
þar á sveif framsóknarmanna, eins og vænta mátti um
jafnmikinn samvinnufrömuð og hann er. Meðal annars
var hann í kjöri af hálfu þeirra (Progressive-flokksins)
í Salt Coats kjördæmi í fylkiskosningum í Saskatchewan
árið 1924, en náði eigi kosningu, enda var þar um að ræða
eitt af sterkustu kjördæmum Frjálslynda (Lib.) flokksins.
Þá hefir Jóhannes verið dyggur stuðningsmaður
safnaðar síns og kirkju, og tekið mikinn þátt í þeim mál-
um og öðrum íslenzkum félagsmálum heimafyrir. Hann
er maður þjóðrækinn í bestu merkingu orðsins, og sam-
einar ágætlega í fari sínu og afstöðu til þjóðræknismál-
anna djúpa rækt til íslenzkrar menningar og heimaþjóð-
arinnar og jafn rótgróna hollustu við fósturland sitt.
Hefir það hvorttveggja komið fram í ræðum hans á opin-
berum mannfundum, en hann er vel máli farinn og rök-