Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 87
ALMANAK 1944
87
þau Jóhannes og Sigurlaug stóran hóp barnabarna, er
sverja sig í ættina um myndarskap, t.d. dætur þeirra Ellu
dóttur þeirra og Páls Egilssonar.
1 tilefni af gullbrúðkaupi þeirra Jóhannesar og Sig-
urlaugar í júní 1936 lágu allar leiðir í bygðinni heim að
reisulegum bústað þeirra, en börn þeirra, venslafólk og
sveitungar höfðu efnt til veglegs mannfagnaðar, er fjöl-
menni sótti. Kom það þá eftirminnilega í ljós, hversu við-
tæk og djúpstæð ítök þau eiga í hugum byggðarfólks.
Þeim bárust einnig kveðjur frá fjarlægum vinum, meðal
annars eftirfarandi afmæliskvæði frá höfundi þessarar
greinar:
Brosir yfir býli ykkar
bjarmi sumars þennan dag;
þó að líði lífs að hausti,
ljóðið enn með sama brag:-
æfikvæðið íturprúða,
orkt við norrænt hetjulag.
Bygðin fagnar, bygðin þakkar
braubyðjenda göfugt starf;
vel þið hafið landskuld lokið,
látið niðjum mikinn arf;
minning frjórra fremdarverka
fennir, veit eg, seint í hvarf.
Yfir hálfrar aldar leiðir
eldar kveldsins ljóma slá;
sólarlagið signir geislum
silfri elli krýnda brá;
heill er það, að hafa þannig
hafnað sig af lífsins sjá.