Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 100
100
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
6. febr. — Á ársfundi stjórnarnefndar menningar- og
fræðafélagsins “The American-Scandinavian Founda-
tion”, sem haldinn var í New York borg, var dr. Halldór
Hermannsson, prófessor í norrænum fræðum í Cornell
University, Ithaca, N.Y., kosinn einn af forráðamönnum
(Trustee) nefndrar stofnunar, en um margra ára skeið
hefir hann átt sæti í útgáfunefnd hennar. Með kosning-
unni var honum einnig og umfangsmiklu fræðistarfi hans
maklegur sómi sýndur, en stuttu áður (6. janúar) átti
hann 65 ára afmæli.
Febr. — Kom út á vegum “The American-Scandinav-
ian Foundation” safn enskra þýðinga af íslenskum ljóð-
um og smásögum, Icelandic Poems and Stories, sem dr.
Richard Beck hafði safnað og búið undir prentun. Aðal
ljóðaþýðendurnir eru Mrs. Jakobína Johnson og prófes-
sor Watson Kirkconnell, en Mrs. Mekkin Sveinson Perkins
þýddi flestar sögurnar. Auk þess eru þar þýðingar eftir
dr. Vilhjálm Stefánsson, prófessor Skúla Johnson, séra
Runólf Fjelsted, Eirík meistara Magnússon, prófessor
Kemp Malone, Magnús Á. Árnason, Axel Eyberg og
John Watkins.
Febr. — Um þær mundir lauk prófessor Thomas
Thorleifson, kennari í verslunarfræði á ríkisháskólanum
í Norður Dakota, meiriháttar prófi í bókfærslu og skyld-
um greinum og var að því loknu veitt mentastigið C.P.A.
(Certified Public Accountant). Hlaut hann ágæta einkunn
við hið margþætta próf, sem hér er um að ræða og haldið
er undir umsjón allsherjarfélagsins ameríska í þeim fræð-
um (American Institute of Accauntants). Sumarið 1940
hafði honum verið veitt meistara-nafnbót (Master of Sci-
ence) í verslunar- og hagfræði á ríkish^skólanum í N.
Dakota (Smbr. Almanak 1941, þar sem einnig er getið
ættar hans).
23. - 25. — Tuttugasta og fjórða ársþing Þjóðræknis-
félagsins haldið í Winnipeg. Dr. Richard Beck var endur-