Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 102
102
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Award”. Fór afhending verðlaunanna fram í veglegri
veislu í einum af helstu samkomustöðum Chicagoborgar
þ. 20. apríl.
Marz — 1 þeim mánuði (23., 26. og 30. marz) flutti
Hjörvarður Árnason listfræðingur fyrirlestra um nútíma
málaralist við Háskóla íslands; voru fyrirlestrarnir, sem
fluttir voru á ensku, vel sóttir og ágætlega tekið. Hjör-
varður er fæddur og uppalinn vestan hafs, sonur Svein-
bjarnar Árnasonar og Maríu Bjarnadóttur . úr Lundar-
eykjadal, er fluttust til Canada árið 1895. Hann lauk
stúdents (B.Sc.) og meistaraprófi (M.A.) við Northwest-
ern University og síðar meistaraprófi í listum (Master of
of Fine Arts) við Princeton University í Bandaríkjunum
og hefir verið umsjónarmaður listasafns og fyrirlesari í
listasögu í menntastofnunum austur þar.
Apríl—Blaðafregnir skýra frá því, að Carol Joy Feld-
sted, dóttir Eggerts S. Feldsted og konu hans í Winnipeg.
er stundar framhaldsnám í listum á Chicago Art Institute,
hafi stuttu áður verið veittur hinn svonefndi Snydacher
námsstyrkur; er hún nú að búa sig undir að taka meist-
arapróf, en hún á sér glæsilegan námsferil að baki (Smbr.
Almanak 1942).
15. apríl — Að kvöldi þess dags söng María Markan
Östlund óperusöngkonan víðkunna frá New York yfir
annað aðalkerfi (Blue Network) hinna sameinuðu út-
varpsstöðva (National Broadcasting Company).
Apríl — Um þær mundir var Grettir L. Jóhannson,
sem gengt hafði undanfarin ár ræðismannsembætti fyrir
Island og Danmörku í Manitobafylki, jafnframt skipaður
ræðismaður Islands í Saskatchewan og Albertafylkjum.
Apríl — Blaðafrétt greinir frá því, að dr. Keith S.
Grímson í Durham, North Carolina, í Bandaríkjunum
(sonur Guðmundar Grímson dómara og frúar hans, í Rug-
by, N. Dakota), vinni sér vaxandi álit sérfróðra manna
fyrir rannsóknir sínar í læknavísindum, bæði með fyrir-