Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 106
106
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
urkenningarskyni fyrir þátttöku og forystu í félagsmálum
háskólastúdenta.
25. maí — Varð Karl Stefánsson (sonur Jóns Stefáns-
sonar Filipseyjakappa (nú látinn) og Solveigar Jónsdóttur
í Baltimore, Maryland) doktor (Ph. D.) í jarðfræði við
John Hopkins háskólann þar í borg. Að prófinu loknu
gekk hann þegar í þjónustu stjórnarinnar í Washington
(Smbr. grein um fslendinga í Baltimore hér að framan).
26. maí — Otskrifaðist Jóhannes Bjarnason (sonur
Bjarna alþingismaims Ásgeirssonar í Reykjavík og konu
hans Ástu Jónsdóttur) með ágætiseinkunn í véla- og iðn-
aðarfræði frá McGill háskólanum í Montreal. Hann kom
vestur um haf 1940 og hafði áður stundað nám á fylkis-
háskólanum í Manitoba. Að loknu prófi bauðst honum
þegar staða á einni af rannsóknarstofum Canada-stjórnar.
Maí — Dallas H. Steinthorson (sonur Mr. og Mrs. H.
Steinthorson í Winnipeg) útskrifaðist af Queen’s Univers-
ity í Toronto og hlaut verðlaunapening úr gulli í hag-
fræði. Á hann sér að baki fágætan námsferil og hafði
áður unnið verðlaun og námsstyrki.
Júní — Um mánaðamótin maí-júní var dr. Thorberg-
ur Thorvaldson, prófessor i efnafræði við fylkisháskólann
í Saskatchewan, kosinn forseti þeirrar deildar Konung-
lega Vísindafélagsins í Canada (Royal Society of Canada),
sem fjallar um efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði, stjörnu-
fræði og veðurfræði. Er hann eini fslendingur, sem er
félagi í þessu virðulega vísindafélagi, enda hefir hann
rutt nýjar brautir með ýmsum efnafræðilegum rannsókn-
um sínum.
Júní — Blaðafrétt greinir frá því, að Mrs. Gordon
Josie (dóttir dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannesson og konu
hans í Winnipeg) hafi hlotið námsstyrk þann, að upphæð
$500.00, sem kendur er við stórblaðið “Toronto Star”, til
náms í þjóðfélagsfræðum við Toronto-háskóa, en hún