Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 108
108
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Júní — Um þær mundir lauk Gerhard John Gíslason
(sonur þeirra dr. Guðmundar J. Gíslason (látinn fyrir all-
mörgum árum) og Esther konu hans í Grand Forks, N.
Dakota) spítalanámi í Philadelphia, en hafði undanfarið
stundað framhaldsnám í læknisfræði við ágætan orðstír
á ríkisháskólanum í Pennsylvania þar í borg og hlotið
þar mentastigið ‘Doctor of Medicine” vorið 1942. Hafði
námsferill hans, bæði á gagnfræðaskólaárum hans í
Grand Forks og á ríkisháskólárunum í N. Dakota verið
óvenjulega glæsilegur (Smbr. Almanak 1941).
Júní — Prófessor Dora S. Lewis, forseti deildarinnar
í hússtjórnarfræðum við New York háskólann (New York
University) í New York borg, kosin forseti allsherjarfél-
agsins ameríska í þeim fræðum (The American Home
Economics Association) og tekur hún við því starfi á árs-
þinginu í Chicago í júní næstkomandi. Er hér um að
ræða mjög viðtækan og mikilsvirtan félagsskap, sem hefir
með höndum margþætt störf í þágu viðskifta- og þjóð-
félagslegra umbótamála, en prófessor Lewis hefir áður
átt sæti og skipað formannssess í ýmsum helstu nefndum
félagsskaparins. Dora Sumarliðason Lewis er fædd í
grend við Milton, N. Dakota, dóttir þeirra merkishjón-
anna Sumarliða gullsmiðs Sumarliðasonar (látinn) og
Helgu Kristjánsdóttir, sem enn er á lífi, háöldruð, í
Seattl-borg í Washington. (Um Sumarliða, sjá grein séra
Friðriks J. Bergmann í Almanakinu 1917.)
25.-27. júní — Haldið að Gimli, Man., 21. ársþing
Hins sameinaða kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi.
Hannes Pétursson var kosinn forseti í stað séra Guðmund-
ar Árnasonar, er látist hafði á árinu, en skipað hafði þá
stöðu í nálega heilan áratug. Er það í fyrsta sinn í sögu
félagsins, að leikmaður gegnir forsetaembættinu.
Samhliða (26.-27. júní) var haldið 17. ársþing Sam-
bands kvenfélaga kirkjufélagsins og var frú Marja Björns-
son endurkosin forseti, en vara-forseti sambandsins Mrs.