Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 110
110
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Society of America” (A.A.S.) og “American Institute of
Actuaries” (A.A.I.A.). Hann útskrifaðist af Manitoba-há-
skóla með fyrstu ágætiseinkunn 1935 og lrefir síðan getið
sér orð fyrir ræðumennsku og tekið allmikinn þátt í stjórn-
málum.
11. júh —Var séra Harold S. Sigmar settur inni í
embætti sitt sem prestur Hallgrímssafnaðar í Seattle,
Wash., af föður sínum, séra Haraldi Sigmar, forseta lút-
erska kirkjufélagsins vestan hafs; en við hina hátíðlegu
innsetningarathöfn aðstoðuðu þeira séra Kolbeinn Sæ-
mundsson og séra Sigurður Ólafsson.
17. júlí — Haldið að tilhlutun Viking Club í Winni-
peg allsherjarmót norrænna manna þar í borg, sem 500
manns sótti. Forseti klúbbsins, Jónas Th. Jónasson kenn-
ari, stýrði samkomunni, en dr. Richard Beck var aðal-
ræðumaður.
2. ágúst — Islendingadagurinn að Gimli haldinn við
mjög mikla aðsókn; aðalræðumaðurinn var Henrik S.
Björnssonar ríkisstjóra Islands), ritari íslenzka sendiráðs-
ins í Washington. Um sama leyti voru Islendingadagar
haldnir í Seattle og Blaine, Wash., Chicago, 111., Los Ang-
eles, Calif., og Churchbridge, Sask. En fyr á sumrinu
17. júní hafði slík þjóðhátíð verið haldin í Wynyard, Sask.,
og samkoma í svipuðum anda að Mountain, N. Dak.
4. sept. — Aðstoðar-hermálaráðherra Bandaríkjanna
gerir kunnugt, að verksmiðjufélaginu “The Chicago
Transformer Corporation” hafi verið veitt heiðursviður-
kenning landsstjórnarinnar, “Army-Navy “E” Award”,
fyrir ágætan skerf sinn til framleiðslu heraðargagna
þjóðarinnar; en einn af stofnendum og framkvæmdar
stjóri þessarar verksmiðju er dr. Árni Helgason rafmagns-
fræðingur. Voru verðlaunin afhent í mjög virðulegri og
afar fjölmennri veislu þ. 27. sept., að viðstöddum hátt-
settum embættismönum úr flota og landher Bandaríkj-
anna