Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 111
ALMANAK 1944
111
Sept. — Snemma í þeim mánuði hylltu lögfræðingar
í Winnipeg dr. J. T. Thorson, forseta í fjármálarétti Can-
ada, með veglegum mannfagnaði, en þetta var fyrsta
heimsókn hans til Vesturlandsins, síðan hann hafði skip-
aður verið í hið nýja embætti sitt. Meðal ræðumanna var
Hjálmar A. Bergman, K.C., forseti Lögfræðingafélags-
ins í Manitoba.
Sept. — Dr. Edward Johnson skipaður yfirlæknir og
umsjónarmaður geðveikraspítalans í Selkirk, Man., en
hann hafði áður um 13 ára skeið gegnt embætti aðstoðar-
umsjónarmanns. Hann er sonur Guðmundar og Katrínar
Johnson, er lengi áttu heima í Winnipeg, útskrifaðist í
læknisfræði af Manitobaháskóla 1928 og hefir stundað
framhaldsnám á kunnum læknastofnunum í Bandaríkj.
Okt. — Blaðafregnir skýra frá, að Einar Árnason
(sonur séra Guðmundar Árnason og Sigríðar konu hans),
sem er í Canada-hernum á Englandi, hafi verið skipaður
vara-ofursti (Acting Lieutenant-Colonel).
10. okt. — Virðuleg hátíðarhöld í prestakalli séra
Guttorms Guttormsson í Minneota, Minnesota, í tilefni
af því, að hann hafði þá þjónað íslenzku söfnuðunum á
þeim slóðum í fullan aldarfjórðung. Séra Haraldur Sig-
mar, forseti kirkjufélagsins lúterska, flutti afmælis-
prédikunina, en Gunnar B. Björnson ritstjóri stjórnaði
hinum almennu hátíðarhöldum.
Okt. — Friðjón Thorleifson (sonur Gamalíels Thor-
leifson og Katrínar konu hans (d. 1926) að Gardar, N.
Dakota) skipaður yfirkennari á landbúnaðarskólanum
(Walsh County Agricultural and Training School) í Park
River, N. Dakota, en hann hafði verið kennari þar um
allmörg ár.
Okt. — Stuttu áður lauk Jóhannes Newton (í móður-
ætt úr Skagafirði) prófi í vélfræði (B.E.) á John Hopkins
háskólanum í Baltimore, Maryland, með ágætri einkunn