Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 118
118
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
til Nýja-lslands í “stóra hópnum” 1876, en átti heima í Hall-
son-bygðinni síðan 1883. Gegndi ýmsum hreppsembættum,
meðal annars friðdómari í 40 ár. Sjálfmentaður fróðleiks-
maður.
3. Salín Sigurbjörg Johnson, kona Guðjóns Johnson (Jónsson),
áður um langt skeið bóndi í grend við Árborg, Man., að
heimili sínu í Winnipeg. Fædd að Borgum í Vopnafirði 14.
maí 1874. Foreldrar: Kristján Friðfinnsson, af Ljósavatns-
ætt, úr Eyjafjarðarsýslu, og Kristin Kristjánsdóttir. Fluttist
vestur um haf með foreldrum sinum 1893.
13. Anna Steindóra Jónatansson, kona Jóns Jónatansson skálds
í Winnipeg, á Almenna sjúkrahúsinu (þar í borg. Fædd á
Stóruseilu í Skagafirði í marsmánuði 1878. Foreldrar: Jónas
Halldórsson og Helga Steinsdóttir. Fluttist vestur um haf
til Canada með manni sínum aldamótaárið.
13. Magnús Jóhannson Borgford, fyrrum bóndi við Elfros, sask.,
að heimili sínu á Gimli, Man. Fæddur að Heiðnesi í Borg-
arfjarðarsýslu 16. apríl 1871. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson
frá Hörgárdal í Dalasýslu og Málfríður Jónsdóttir frá Leirár-
görðum. Fluttist vestur um haf til Nýja-íslands með foreld-
rum sínum 1875.
14. Helgi Johnson, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg, hniginn
að aldri. Fæddur í Hliðarhúsum í Jökulsárhlið. Foreldrar:
Jón Amfinnsson og Sveinbjörg Sigmundsdóttir. Kom til
Vesturheims 1904, en hafði verið búsettur í Winnipeg, síðan
1905.
15. Kristján Sigurðsson, cand. phil. og fyrrum ritstjóri “Lögbergs”
að heimili sínu í Winnipeg. Fæddur að Kröggólfsstöðum í
Ölfusi í Árnessýslu 31. jan. 1874. Foreldrar: Sigurður hrepp-
stjóri Gíslason, Eyjólfssonar bónda á Kröggólfsstöðum, og
Valgerður Ögmundsdóttir frá Bíldsfelli. Útskrifaðist af lærða
skólanum i Reykjavík 1893 og lauk prófi í heimspeki við
Kaupmannahafnar-háskóla ári siðar. Las þar síðan sagnfræði
um tíma og seinna læknisfræði á læknaskólanum í Reykjavík.
Fluttist til Vesturheims 1904.
17. Páll Gísli Jóhannson Egilson, í Yorkton, Sask., 14 ára að aldri,
sonur þeirra Páls Egilson (látinn) og Elínar konu hans i
Calder, Sask.
18. Kristján Bessason, um langt skeið búsettur í Selkirk, Man., á
Almenna sjúkrahúsinu þar. Fæddur 15. sept. 1869 að Búðar-
hóli í Siglufirði. Foreldrar: Bessi Þorleifsson Jónssonar frá
Stórholti í Fljótum í Skagafjarðarsýslu og Guðrún Einarsdóttir
frá Bólu í sömu sýslu. Fluttist til Canada 1904.
19. Hansína Petrína Johnson, að heimili sínu í Winnipeg; ættuð
úr Önundarfirði, fædd árið 1859.
20. Sigríður Metúsalemsdóttir, að heimili sínu í Mikley, Man.