Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 127
ALMANAK 1944
127
hans í Blaine, Wash., 81 árs að aldri.
29. Jón Goodman landnámsmaður, einn af fyrstu frumbyggjum
í Mouse River bygðinni íslenzku við Upham, N. Dakota, að
heimili dóttur sinnar, Mrs. V. Swearison í Towner, N. Dak.
Fæddur að Lækjakoti í Þverárhlíð í Mýrasýslu 22. sept. 1861.
Foreldrar: Jón Jónsson bóndi í Köldukinn í Dalasýslu og
Helga Eyvindsdóttir frá Gerðubergi í Hnappadalssýslu. Flutt-
ist vestur um haf 1881.
JtJNl 1943
2. Guðmundur Christie, myndasýningahússtjóri, að heimili sínu
í Winnipeg. Fæddur 4. ágúst 1872 á Snæringsstöðum í Svína-
dal í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Kristján Kristjánsson og
Steinunn Guðmundsdóttir. Kom til Canada 1889.
3. Eysteinn Árnason skólastjóri, að heimili sínu í Riverton,
Man. Fæddur 29. maí 1896 i Borgarfirði í Norður-Múlasýslu,
Foreldrar: Árni Sigurðsson og Katrín Hildibrandsdóttir. Kom
vestur um haf 1902. Hafði stundað kenslu í yfir 20 ár, siðustu
tólf árin verið skólastjóri í Riverton.
4. Guðrún Benjamínsdóttir Guðmundsson, ekkja Péturs Stefáns
Guðmundsson, landnámsmanns í Árdalsbygð, að Árdals heim-
ilinu í Árborg, Man., 89 ára að aldri. Ættuð úr Húnavatns-
sýslu, dóttir Benjamíns bónda á Ægissiðu. Kom vestur um
haf með manni sínum 1883; bjuggu fyrst í 18 ár í grend við
Garðar í N. Dak., en fluttust síðan til Árdalsbygðar.
6. Kristján Stefánsson, trésmiður að heimili sínu í Winnipeg.
Fæddur 19. sept. 1874. Foreldrar: Stefán Kristjánsson í
Garði í Þistilifirði og Guðrún Jónatansdóttir. Kom vestur um
haf til Canada 12 ára að aldri.
7. Bjarni Þorsteinsson myndasmiður, í Winnipeg. Fæddur í
Höfn í Borgarfirði evstra 16. des. 1868. Foreldrar: Þorsteinn
Magnússon bóndi í Höfn og Anna Hallgrímsdóttir. Fluttist
af Islandi til Winnipeg 1903, en var lengstum myndasmiður
í Selkirk, Man. Kunnur fyrir ljóðagerð og þýðingar.
9. María Methúsalemsdóttir Jónasson, ekkja Jónasar Jónasson
(d. 1930), að heimili sínu í Winnipeg. Fædd 17. sept. 1857
á Hjálmarströnd í Loðmundarfirði í Norður-Múlasýslu. For-
eldrar: Methúsalem Guttormsson og Guðrún Vigfúsdóttir.
Kom hingað til lands 1902 og settist þá þegar að i Winnipeg.
11. Ólöf Gisladóttir Pálsson, ekkja Benedikts Pálsson, að heimili
tengdasonar síns og dóttur, Bendikts Kristjánsson og konu
hans, að Red Deer Point, Winnipegosis, Man. Fædd 1857 í
Borgarhreppi í Mýrasýslu og hétu foreldrar hennar Gísli og
Jónbjörg. Kom til Vesturheims 1892 og hafði átt heimili i
Winnipegosis í nærri 30 ár.
12. Sigurður Eyólfsson, að heimili sínu að Vestfold, Man. Hann
var frá Hverakoti i Grímsnesi í Árnessýslu, fæddur 25. júlí