Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 8
2
Stephan G. Stephansson.
IÐUNN
II.
Úr öllum þínum söng er glötuð sálin,
Þó segi eg, foss minn, kvæðið eftir þig.
Já, þó inn að hjarta, huliðs-málin
í hljómum þínum, titri gegnum mig.
III.
»Er drápshrið mönnum ægði, jafnvel inni,
Hún æpti að þeim um veður-grimma nólt:
Þið skylduð breyta bylja ilsku minni
Á bata-leið, sem hverjum stórum þrótt’.
Og hvatur hugur vegu ætti að vita,
Að veður-gerð, í bæ við fjall og ós,
Sem sneri minni helju upp í hita,
Og hríða-myrkurs nauð í glaðaljós«.
»Við alda-söng þann æsti ’ún höf og sundin
Og æddi um sveit og vann þar skaða sinn.
En eg er foss við fjalla-stallinn bundinn.
Og fel í straum-legg hita-neistann minn.
Eg missa þarf ei mína fornu prýði
í megingerð né röst min verða lygn,
Þvi listin kann að draga upp dvergasmiði
Sem dyratré, að minni frjálsu tign«.
»Eg hef’ ei neitt á höndum, þó eg geysi
Og hindrun engin verði mér að bið.
En dauði og eyðing eru kraftaleysi,
En afl er það sem heldur lífi við.
Eg er, inní hömrum, hjarta fjallsins
Við hjarnið dautt sem eitt um lifið slóst,
Og leitt eg gæti heilsu í hvamma dalsins,
Og hita-gróður um þess kalda brjóst«.
»En magnið mitt, en iðjuleysið ekki,
Til illra heilla gæti sljófa leitt.