Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 9
IÐUNN
Fossa-föll.
3
Eg kann að smíða harða þræla-hlekki
Á heilan lýð, ef mér er til þess beitt.
Eg orðið gæti löstur mesti í landi
Og lækkun þjóðar — öðrum þannig fer —
Sé gamla Þóris gulli-tryltur andi,
sein gekk í fossinn, vakinn upp í mér«.
»Mig langar hins, eins lengi og fjalliö stendur,
Að lyfta byrði, er þúsund gætu ei reist,
Og hvíla allar oftaks-lúnar hendur
Á örmum mér, er fá ei særst né þreyst.
Og veltu mína vefa láta og spinna,
Minn vatna-aga lýja skíran málm,
Og sveita-Huldum silkimöttul vinna
Og Sindrum hafsins gulli roðinn hjálm.
»Með silfur-úðans sólskins-augna fjölda
Eg sá úr dals-hlíð, margra alda ferð,
Um héröð morgna, og kynslóðunum kvölda,
Og komu-tiða sjáandinn eg verö!
Hér býð eg öllum íslands heillavættum
Mín öfl og fegurð, mannheims-aldra löng.
Og verða skildi eg auðna fram í ættum
Og inna af höndum bjargir við minn söng«.
IV.
Úr öllum þinum söng er glötuð sálin,
Pó segi eg, foss minn, kvæðið eftir þig.
Já, þó inn að hjarta, huliðsmálin
I hljómum þínum, titri gegnum mig.
Stephan G—. mo.