Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 11
IÐUNN
Stephan G. Stephansson.
5
Stephan G. Stephansson er fæddur 3. dag október-
mánaðar 1853 á Kirkjuhóli, — ekki Kirkjubóli, eins
og viða hefir prentast, — næsta bæ suður frá Víöi-
mýri, undir Vatnsskarði. f kirkjubókum Víðimýrar-
kirkju er hann talinn fæddur 4. október, en það tel-
ur Stephan efalausa villu, er hann varð fyrst var í
vottorði prestsins, sem fermdi hann. Hyggur hann,
að foreldrar sínir hafi vitað þetta og munað rétt, því
að þau vóru bæði »minnug og timaglögg«. Faðir
Stephans var Gnðmundur, (fæddur 15. april 1818;
dáinn á heimili sonar sins við Garðar í Norður-Da-
kota 24. nóvember 1881), sonur Stefáns bónda á
Kroppi í Eyjafirði (f. 25. febr. 1792) Guðmundsson-
ar bónda á Halldórsstöðum (f. 27. jan. 1760); hann
var Halldórsson. Pá ætt má rekja alt til landnáms-
manna. Móðir Guðmundar, föður Stephans, var Helga
Guðmundsdóttir, bónda á Krýnastöðum i Eyjafirði,
Jónssonar prests Pórarinssonar og Helgu Tómasdóttur
að Vogum við Mývatn, en Guðmundur var bróðir
Benedikts skálds Gröndals, assessors, og þórarins
prests i Múla, er orti Tíðavísur, og er það skáldaætt.
Móðir Stephans hét Guðbjörg Hannesdóttir, þor-
valdssonar bónda að Reykjarhóli í Skagafirði, Sig-
urðssonar. Hún var fædd 8. júlí 1830; dáin 18. jan.
1911, á heimili sonar síns í Markerville, Alberta.
Móðir Guðbjargar og kona Hannesar var Rósa Jón-
asdóttir, bónda á Botnastöðum í Húnavatnssýslu.
Stephan á til skálda að telja í ættir fram, og er
náskyldur Benedikt Gröndal, elsta, sem fyrr segir.
Móðurbróðir Stephans, sem Hannes hét, var og vel
hagorður, og sagt er, að Hannes afi hans hafi og
verið hagorður, og víst er uin það, að bróðir þess
Hannesar var vel hagmæltur. Guðmundur, faðir
Stephans, var fáskiftinn alvörumaður, greindur vel
og orðheppinn. Hann hafði i æsku lesið alt, er hann
náði til, nýtt og gamalt, því að faðir hans hatði