Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 15
IÐUNN
Stephan G. Stephansson.
9
og Björn Kristjánsson Skagfjörö, sem síðar fluttist
vestur um haf og dó þar.
Síðustu sjö árin, sem Stephan var i Skagafirði, átti
hann heima i Víðimýrarseli, hjá foreldrum sinum.
Var hann þá öllum stundum að Iesa, er hann komst
til. Þar tók hann að lesa dönsku »hjá sjálfum sér«,
fekk lánað lítið kenslukver, sem á vóru danskar smá-
greinir með íslenskum þýðingum, og minti hann, að
það hefði verið eftir Sveinbjörn Hallgrímsson. Orða-
bók sá hann aldrei, en áfram hélt hann að lesa með
sjálfum sér, það litla, sem hann náði til, svo að hann
réð nokkuð í létta danska bók, t. d. skildi hann að
mestu »Börnevennen«, sem hann las síðar í Bárðar-
dal. En um veru hans í »selinu« er það að segja, að
öðru leyti, að hann var þar smali kinda og hrossa
foreldra sinna, sem fátt var lalsins. Hann gekk það-
an til grasa með móður sinni á vorin í Víðimýrar-
hnjúk, og suður á heiðar var hann sendur með öðr-
um i sömu erindum. Hann var og sendur norður á
Sauðárkrók og Reykjaströnd, sitt hvort sinn, til þess
að fá að »fljóta með« og fiska. Flutli hann heim hest-
burð af »soðningu« úr hvorri þeirri ferð, en kvaðst
þó ekki hafa verið hlutgengur, nema vegna kunnings-
skapar föður síns við formennina. En minnisstæðar
hafa honum orðið þessar ferðir, eins og fleira, ef svo
er, sem eg ætla, að hann hafi ekki öðru sinni en þá
komið á Sauðárkrók, því að þessa minnist hann í
kvæðinu »SumarkveId í Alberta«, sem hann orti 1894.
Þegar hann sér skýja-strókana liggja þar eins og
skip fyrir akkerum við fjallabrúnirnar, »með dregin
segl í kul«, þá minnir hann veru sinnar á Sauðár-
króki og kveður: —
»Við ljósmál viðsýns hugar
líkar sjónir sveima,