Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 17
IÐUNN
Stephan G. Stephansson.
11
Einhverja lítilshátlar tilsögn mun Stephan hafa
fengið í ensku, síðasta veturinn, sem hann var heima,
hjá síra Guttormi Vigfússyni, sem var þann vetur
hjá síra Jóni Austmann á Halldórsstöðum í Bárðar-
dal. Vóru þeir þar þá að námi undir skóla: Friðrik
J. Bergmann, síðar prestur, og Pálmi Pálsson, síðar
yíirkennari, og ef til vili einhverir fleiri.
Svo sem fyrr segir, fór Stephan vestur um haf
sumarið 1873, með foreldrum sínum og systur, Sig-
urlaugu Einöru. Hún er eina systkini Stephans, sjö
árum yngri en hann og lifir enn. Hún giftist vestra
Kristni Kristinssyni; hann er ættaður úr Skagafirði,
en uppalinn á Austurlandi. Hafa þau hjón jafnan
búið í næsfa nágrenni við Stephan.
Skip það, sem vesturfararnir fóru á til Skotlands, hét
Queen, gamalt hrossaflutningaskip, er sökk ári síöar
við Skotlandsstrendur. Kom það nokkuru seinna en
ráðgert var til Akureyrar, og leiddist sumum svo
biðin, að þeir hættu við vesturförina. Hinir lögðu af
stað 4. ágúst, síðdegis. Nokkurir ungir menn, kunn-
ingjar Stephans, íluttu hann út í skip; báðu þeir
hann að koma á land með sér og vera þar, uns
skipið létti akkerum, og lét hann tilleiðast, er hann
hafði komið foreldrum sínúm fyrir i skipinu. Fluttu
þeir hann út í tæka tíð og sungu eitthvað að skiln-
aði, en farþegar, sem á þiljum stóðu, svöruðu á
sama hátt. Lagði svo skipið af stað í þoku, sem
náttsólin skein gegnum. Alla nóttina og næsta dag
vakti Stephan á þiljum uppi og leit til lands, en al-
drei rauf þokuna, fyrr en að kveldi þriðja dags, að
blánaði fyrir öllu, sem þá var eftir af íslandi, tveim-
ur eða þremur þúfum, sem hurfu hver af annari.
Tíl Quebec konau vesturfararnir 25. ágúst og skild-
ust þá í tvo flokka. Fór ineiri hlutinn til Ontario-
fylkis í Canada, en 50 fóru til Milwaukee í Wis-