Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 22
16
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
vexti. Er því lýst í kvæðinu: »Fyrndur farartálmi«,
(Andvökur III. 159); allur sá kvæðaflokkur er kveð-
inn upp úr ýmsum efnum úr landnámsævi íslend-
inga þar vestra.
»Kletta-fjöll« var eitt hið fyrsta kvæði, sem birt-
ist í vestanblöðum, eftir Stephan, og má vel vera,
að þess vegna hafi hann oft verið kallaður »Kletta-
fjallaskáld«. Hafa margir ætlað, að hann ætti heima
þar í fjöllunum eða undir þeim, en svo er ekki.
Hann býr miklu austar. En það er um kvæði þetta
að segja, að hann orti það er hann kom til Alberta.
Hann lá í brekku við Bow River við Calgary og sá
þá fyrst Klettafjöll, eftir vorhret, sem heiddi upp.
Fyrstu ár sín í Alberta fór Stephan nokkurum
sinnum einn með uxa og vagn í kaupstað til Cal-
gary, 75 enskar milur. Lá þá úti um nætur, því að
yfir óbygð var að fara. Á þeim ferðalögum kvað
hann mest-allan flokkinn: »Úti á víðavangi«, sem
birtist í »Öldinni«, er Jón Ólafsson gaf út í Winni-
peg, og var síðar sérprentað.
Landslag í Alberta hefir verið Stephani mjög hug-
þekt; þar fyrst festi hann yndi og fanst hann kom-
inn heim,
»i kotin yngri ára
við afrétt, heiðageim«.
Iðjumaður mikill hefir Stephan verið og sjaldan
fallið verk úr hendi, hefir og aldrei efnast svo, að
hann gæti gefið sig allan við hugðarefnum sínum.
Kvæði sín hefir hann flest ort að loknu dagsverki
og um nætur. Því heita þau »Andvökur«. — Þó að
hann hafi aldrei í skóla komið, hvorki austan hafs
né vestan, þá er hann stálfróður um margt og víð-
lesinn. Mætti ætla, að hann hefði jafnan átt mikinn
og góðan bókakost, en fjarri fer, að svo hafi verið.
Hefir hann sjálfur sagt mér, að bækur hafi sig sífelt