Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 26
20
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
megi vitnast, eftir meira en hálfa öld, og er frásögn
hans þessi:
»Eitt haust var eg úti staddur í rosaveðri. Sá þrjá
menn ríða upp Vatnsskarð frá Arnarstapa. Vissi að
vóru skólapiltar á suðurleið, þar á meðal Indriði
Einarsson, kunningi minn og sveitungi, sitt fyrsta
ár til skóla. Mig greip raun, ekki öfuud. Fór að
kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut.
Mamma hafði saknað mín. Kom út og kallaði; eg
svaraði ekki. Vildi ekki láta hana sjá mig, svo á mig
kominn, en hún gekk fram á mig. Spurði mig, hvað að
gengi; eg vildi verjast frétta, en varð um síðir að
segja sem var. Eftir þessu sá eg seinna. Mörgum ár-
utn á eftir, heyrði eg mömmu segja frá þessu, en eg
hélt hún hefði löngu gleymt því. Hún hætti því við,
að í það sinn hefði sér fallið þyngst fátæktin. —
Tvisvar síðar, einu sinni heima, öðru sinni hér, hefir
mér boðist ávæningur þess, sem gat verið byrjun
til skólagöngu, en eg hafuað. í öðru sinni vórum
við öll ráðin til vesturfarar, svo að ekki varð við
snúið. í hitt skiftið, hér, hefði eg orðið að láta for-
eldra mína, aldurhnigna og útslitna, sjá fyrir sér
sjálf, hefði eg reynt að reyna á. Nú veit eg ekki,
nema lærdómsleysið, með öllum sfnum göllum, haíi
verið lán mitt, svo að eg uni vel því, sem varð«.
Árið 1917 gengust nokkur félög hér fyrir því,
að Stephani var boðið heim hingað. Kom hann til
Reykjavíkur 16. júní og dvaldist fram á haust. Fór
hann víða um land, var hvervetna vel fagnað og
þá margar sæmdir. Segir ítarlega af þeirri för í Al-
manaki Ólafs Thorgeirssonar árið 19]8.
Lengi hafði Stephan ætlað sér að koma hingað á
þessu sumri, þá er hann hefði verið hálfa öld er-
lendis, en nú hefir það farist fyrir. Þó hefði okkur
vinum hans þótt vænt um að mega fagna honum