Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 31
IÐUNN
Frá Vesturheimi.
25
er menn hafa nefnt »brauðkörfu« lieimsins, þar sem
menn eru önnum kafnir við það ár út og ár inn að
erja jörðina og eru þó trauðlega matvinnungar. Uppi
yfir öllu þessu »matarstriti«, upp í »Hóladýrð« þeirri,
sem er atlíðandi Klettafjallanna, situr íslenskur al-
þýðumaöur, sem alla tíð hefir hugsað meira um hug-
sjónirnir en um magann, þótt hann raunar lika hafi
erjað jörð sína tveim höndum, eins og lúamerkin á
likama hans sýna, maður, sem hvorki hefir glatað
þjóðerni sínu né tungu, en sótt í hvort tveggja mikla
andlega fjársjóðu, er hann hefir aukið og bætt og
lyft síðan eins og lýsandi stjörnum upp á hugsjóna-
himin hinnar islenzku þjóðar. Flugu mér nú i hug
Ijóðlínur, sem Jóhann skáld Sigurjónsson hafði ort
endur fyrir löngu og vel gátu átt við Stephan:
En hátt yfir öllum peim iðandi dans,
sem er eins og blysför af hrævarlogum,
er kvika á úthafsins votu vogum
— skína andvaka hugsjónir einstaka manns.
»Andvaka hugsjónir«, já, það á einmitt svo vel við
sjálft andvökuskáldið, sem allajafna hefir rænt sjálfan
sig næturhvildinni til þess að huga að því, sem hon-
um var hjartfólgnast. Og merkilegur maður er þetta,
svo óhlífinn og harðskeyttur í aðra röndina, að hann
eirir engu, þegar því er að skifta; en svo bljúgur
og meyr í hina, að hann má ekkert aumt sjá, svo
að hann hlúi ekki að því eða taki ekki máli þess;
en svo óendanlega tryggur er hann við hugsjónir
sínar og það, er hann hyggur að miði mannkyninu
til láns og framfara, að hann gæti fórnað öllu fyrir
það, sjálfum sér og ástsæid sinni með. Svo fór um
ástsældir St. G. St. vestan hafs, út af »Vígslóða«. Af
því að Stephan hatast við stríð og blóðsúthellingar og
álitur það »bróðurmorð«, ef menn berast á bana-
spjót, þá orti hann á móti þátttöku Vesturfslend-