Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 33
IÐUNN
Frá Vesturheimi.
27
að skógi, er hann nefnir »Nýjaskóg« og um hann
hefir hann kveðið meðal annars þetta:
— Nú prýða sig hæðirnar tvitugum trjám,
í tirjunum stóðu pær sviðnar og auðar,
er kynni vor hófust, frá koll’ o’nað tám
með kvikuna bera og vorgróður-snauðar.
— Nú finst manni unaður að peim að dást
við uppgjafir naprar og Ijóðið sitt slitið,
sem væru pær uppbót á æskunni’, er brást,
á auðnir og kuldann um hjörtun og vitið. (1910).
Þá hefir og Stephan, synir hans og mágur ræktað
landið umhverfis og breytt því í akra og engi, enda
eiga þeir nú all-góð bú og björgulegt yfir að líta á
miðsumri, þótt búskapurinn borgi sig nú illa og dýr-
tíðin ætli alt lifandi að drepa, þar eins og hér. Segja
bændur, að það borgi sig varla að sá og uppskera,
hvað þá heldur að brjóta ný lönd til ræktunar.
Þegar við koinum heim á hlaðið aftur, var þar
krökt af kjúklingum og hænsnum. Ekki skorti þar held-
ur búhundinn né lcisu og lét Stephan vel að hvoru-
tveggja. En nú bauð hann mér inn á skrifstofu sína,
Það er fremur litið herbergi inn af borðstofunni með
bókaskáp stórum við annan langvegginn, en Iegubekk
undir hinum, skrifborð í horni og annað litið borð
úti við gluggann, en á því geymir Stephan minjar
sínar héðan að heiman undir gleri.
Ekki er margt bóka hjá Stephani, — hann heíir
t. d. aldrei átt íslendingasögur allar, nema Sturlungu,
sem Hjörtur vinur hans Þórðarson hefir sent honum
ásamt fleiri góðum bókum; en yfirleitt er Stephan
fremur kostvandur á bækur, blöð ogtímarit. »Outlook«
sá ég hjá honum og einhver fleira amerísk tlmarit.
Nú bað ég Stephan um að sýna mér »Syrpu« sína.
Dróg hann þá út úr bókaskápnum böggul stóran og
voru í honum að mig minnir 7 eða 8 þumlungsþykk