Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 35
iðunn
Frá Vesturheimi.
20
hans eru orðin til síðustu árin og áratugina. Og ég
skírði þetta litla afdrep með sjálfum mér »andvöku-
stúkuna«. Nú yrkir Stephan, um sjötugt, þessa stöku
til skáldgyðju sinnar og nefnir »Fornar áslir«:
F*ú æskuást til ljóða
— mín auðnudísin góða
og ætíð söm við sig —
mér liálfur hugur fólli,
ef hefði ég ekki þig
í einangraðri elli
að annast mig.
Og víst er um það, að hún hefir oft verið honum
góð, einnig þenna síðasta áratug, og lagt honum margt
glæsiorð á munn.
Eða hver myndi ekki kenna kossa gyðjunnar í
því fagra kvæði, er hann orti um skáldið, Óttar
svarta, og konungsdótturina, Ástríði Ólafsdóttur Svía-
konungs. Ég set það hér til smekkbætis tvö erindi
úr kvæði þessu:
Iívæðið hóf ’ann. Hirðin þagði,
Hlustarnæm að flimið skildi —
Eins og seytlu um silfurskálar
Seiddi Óttars raddar-mildi.
Var þó sem við skreyti-skrumið
Skáldamálsins hann sig efl,
En sem lægju langir kossar
Leyndir undir hverju stefi.
»Man ég æ — við eitt sinn dvöldum
Inn hjá Væni, sumarkveldis,
Tvö og ein, og áttum saman
Aftanfegurð Svíaveldis.
Pá var okkur ekki í liuga
Óttahik við dóma í sögum,
Hvort við hlytum ríkis-ráðin
Rétt og samkvæmt Gautalögum«.