Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 36
30
Á. H. B.:
IÐUNN
Eftir kvæðalesturinn fór Stepban með mig til Krist-
ins mágs sins og systur sinnar og ætlaði ég að
koma þangað aftur, en vannst ekki timi til. í Krist-
ins landi, hinumegin við ána Huld, hafa þeir mág-
arnir búið sér til ættargrafreit og eru þessi orð letruð
yfir sáluhliðið: Komin heiml Þar hvílir nú sonur
Stephans, systursonur og móðir hans, Guðbjörg
Hannesdóttir, er hann hefir mælt fagurlega eftir,
og sjálfúr ætlar hann sér að leggjast þar til hinnar
hinztu hvíldar.
Að visu ann hann enn »gamla landinu« framar
öllu, en þó má hann nú ekki hugsa til þess að taka
sig upp héðan af, því að »ungskógurinn«, börnin og
barnabörnin, eru nú vaxin upp hringinn í kringum
hann, eins og segir í »Nýja skógi«:
— Nú hverfur hann einmaninn inn í þau skjól.
Af ykkur hann lærir í kveldskuggans hljóói
að lifa upp í ylinn af albjartri sól
og anda í kringum sig vorbliðu ljóði.
— Pó niðri sé rökkur og rekjan um alt,
Pau raða um sólskinið toppunum sinum.
Og eg léti engum það aftanskin falt
né árroða dagsins á lundunum minum.
Enn fremur segir hann í stökunni »Mosavaxinn«.
Hérna vera ég vií
— og þess vann ég helst til —
fást við vangjöldin mín eða arðinn,
— mínar skuldir og skil —
enda er skamt héðan yíir i garðinn!
Á heimleiðinni komum við í skólahúsið, en það
nefna þeir »að Hólum«. Um eftirmiðdaginn fylgdi
Stephan mér til séra Péturs Hjálmssonar, en þar
hitti ég samferðafólkið, séra Rögnvald og konu hans.
Um kvöldið var afmælisfagnaður hjá Stephani G., en