Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 38
IÐUNN
Laugardagur og mánudagur.
Vér lifum í trú og á trú. Ætlum vér hvergi að róa,
nema þar sem vér með fullri vissu kynnum fleytu
vorri forráð, gætum vér alveg eins lagt árar í bát. í
hafvillum lífsins er stýrt eftir hjaðnandi skýjabólstr-
um, sem vér köllum fjallgarða, hrævareldum, sem
vér köllum vita, og snæljósum, sem vér köllum him-
intungl. En einhver verndarhönd fleytir oss furðan-
lega gegnum brim og boða, og trúnni á óvissuna er
sú línkind lögð, að hún skapar sér oft leið, þar sem
engin var áður.
Fjöllin og sljörnurnar, sem fleytu lífsins er eftir
stýrt, hafa hlotið ýmis nöfn og misjafnlega vegleg.
Sum eru kölluð fræði og visindi. F*au eru á bráðu
framfaraskeiði, eins og allir vita. Hvert sinn sem vér
stýrum upp á sker eftir tilvísun þeirra, er eitthvert
atriði þeirra leiðrétt. Þau græða, en mennirnir, sem
á íramfaraöldinni lifa, borga brúsann. Sum eru köll-
uð trúarbrögð. Þau eru eins og ský, sem hafa feng-
ið allrahæsta skipun um að breyta ekki iögun, eða
norðurljós, sem hefir verið harðbannað að kvika. En
reyndin verður oft sú, að menn trúa því sízt, sem
þeim er skipað að trúa, og elta í staðinn hrævar-
elda hjátrúarinnar, sem venjulega er ofsótt bæði
af trú og vísindum. Og ég er ekki viss um, að þeim
mönnum farnist ver en öðrum. Eitthvað hlýtur hjá-
trúin að hafa sér til ágætis, úr því hún er svona af-
ar lífseig. Hún varar við mörgu, ef til vill of mörgu.
En ekki veldur sá er varar. Kerlingabækurnar eru
oft ekki verri en karlabækurnar, hjátrúin á vili og
varúðarreglur gamla fólksins ekki hættulegri en hjá-