Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 41
HÐUNN
Laugardagur og mánudagur.
35
En skemtilegra er að leita þess, hvort í henni felist
«kki einhver kjarni gamallar reynslu, og hirða hann
síðan, en kasta hisminu. Ég hefi þózt finna ósvikinn
kjarna í þessari barnalegu trú, og mér finst það gott
-dæmi þess, yfir hverju hjátrúin stundum býr1).
Laugardagur til lukku, mánudagur til mæðu — er
þetta ekki tómt stuðlaatriði, eilt dæmi af mörgum um
vald tungunnar yfir hugsuninni, eins og sælugaukur-
inn er í suðri, vesals gaukur i vestri o. s. frv? En
nú eru lík kjarnmæli til um alla daga vikunnar,
þriðjudagur til þrautar, miðvikudagur til moldar o.
s. frv., og enginn virðist gefa þvi neiun gaum. Hvers
vegna hafa laugardagur og mánudagur verið teknir
út úr? Hefir ekki líka í raun og veru vikunni verið
skift á milli þeirra, svo að fyrri lilutinn er lánlítill,
en sá síðari heiflavænn?
Nú er auðsætt, að það er miklu betra að byrja
verk á mánudag, hvíldur eftir helgina, með heila vilcu
óslitna framundan. Altaf er mikið undir því komið
að fara vel af stað. Ef byrjað er á laugardag, kem-
ur helgin undir eins og truflar, og hætt er við, að
verkið fari frá upphafi í mola. Á sama hátt ættu
þriðjudagur og miðvikudagur að vera skárri en fimtu-
■dagur og föstudagur. Hjátrúin segir þveröfugt. Er
það til þess að storka allri heilbrigðri skynsemi, sýna
mátt sinn með því að berja fjarstæðuna fram?
Parna kemur skjrringin upp í fangið á manni.
Mennirnir sem þora að byrja framkvæmdir sínar
hvenær sem þeir sjálfir finna hvöt hjá sér, jafnvel
þegar verst á stendur, jafnvel þvert ofan í alla skyn-
1) Hér cr aðeins leilast við að skýra kjarna lijótrúarinnar og um lcið
uppruna liennar. En cftir að hún er orðin rótgróin koma ný atriði til
sögunnar. Menn hyrja með óliug á mnnuilcgi, en sigurvonir á laugar-
•degi, og verður auðvitað mcir og minna að trú sinni. Öll mánudagsóhöpp
eru kencl óheiliadeginuin og lögð á minnið. I.augardagsóhöppin erit
kend óviðrnðanlegum orsökum og fá að gleymast. Mcð pcssu inóti stað-
íestist trúin með tímanum og aukinni útbreiðslu.