Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 42
36
Sigurður Nordal:
IÐUNN
semi og hentugar ástæður, — þeir bera sigurinn i
sér, allir dagar verða þeim heiiladagar. það er vafa-
laust gömul reynsla að þeim mönnum farnist illa„
sem byrja á mánudag. Það lýsir manninum, hvort
hann heimtar mánudag til þess að hefjast handa,
eða getur látið sér nægja laugardag. Hjátrúin hefir
rétt fyrir sér í aðalatriðinu : hér er um gæfumun aö
ræða, ekki daga, heldur manna: þeirra sem grípa
tækifærið, skapa sér tækifæri, hinna, sem bíða tæki-
færisins, þurfa þess, heimta sigur sinn af því.
Mannkyninu má skifta i tvo flokka frá þessu sjón-
armiði: mánudagsmenn og laugardagsmenn.
Mánudagsmaðurinn vill ekki hefjast handa, nema
langur og sléttur skeiðvöllur sé frnmundan. öll skil-
yrði verða að vera ákjósanleg. Taki hann á föstu-
dag ákvörðun um að ráðast í einhverjar framkvæmd-
ir, finst honutn alls ekki taka því að byrja fyr en á
mánudag. Hann þarf að íhuga áform sitt betur, hvíla
sig undir skorpuna, og umfram alt hafa heila viku
óskiíta fyrir fyrsta sprettinn. En á mánudaginn skal
hann líka svei mér taka til ópiltra málanna! Ef
einhver áhugi hleypur í hann 25. september, finst
honum fara miklu betur á því að byrja 1. október.
Fari hann í nóvember að hugsa um að byrja nýtt
líf, virðist honum sjálfsagt að gera slíkt ekki nema
á merkisdegi: sjálfan nýársdag. Með því móti getur
hann líka lifað frjálsara lífi um jólin og notið fyrir-
fram ávaxta þessara sinnaskifta: rólegrar samvizku
og ímyndunar allskonar afreka.
Hver verður afleiðingin? Ásetningurinn, sem var
eldbeitur í upphafi, er orðinn hálfvolgur þegar til
framkvæmdanna kemur. Hann er orðinn að magn-
litlu áformi. Og það er ekki ofmælt, að vegurinn til
helvítis sé steinlagður með góðum áformum. Hvert
sinn, sem maður svikur sjálfan sig, verður hann um
leið svolítið svikulli en fyr. Áform, sem kemst ekki