Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 44
38
Sigurður Nordal:
IÐUNM
Sá vilji, sem kemur ekki undir eins fram í verki,
er ekki heilbrigður. f*ví lengra sem bilið verður milli
ásetnings og framkvæmda, }>ví magnlausari er mað-
urinn.
Laugardagsmaðurinn grípur stundina hversu stult
sem hún er. Delli honum verk í hug á laugardag;
byrjar hann undir eins, þólt hann sé þreyltur eftir
vikuna og truílun helgarinnar yfirvofandi. Hann byrj-
ar með ásetning sinn nýjan og snarpheitan; oft er
svo stutt milli vilja og verka, að hann gerir sér ekki
grein fyrir að hafa neinn vilja, finst verkið byrja af
sjálfu sér. Hann spyr ekki um örðugleikana til þess
að hafa þá sér til afsökunar, heldur til að sigra þá,
og gangi treglega, herðir hann á og kennir sjálfum?
sér einum um. Hann gerir sér Ijóst, að tíminn er ó-
rofinn straumur, öll áramót, mánaðamót og vikumófc
inannasetningar. Hann gerir sig að droltni tfina síns,
skiftir honum eftir henlugleikum og geöþólta, og finst
ekkert brot of smátt til þess að færa sér það í nyt.
Með því móti fær hann lika nægan tíma lil alis,
ekki sízt til þess að hvíla sig rækilega þegar hon-
um sýnist svo, þar sem mánudagsmaðurinn altaf er
langt á eftir áætlun og gelur aldrei um frjálst höfuð
strokið. Þessum mönnum lánast flest, þeir byrja alt-
af á heillaslund, jafnvel þólt þeir byrji á laugardag..
Mér finst þessi skilningur á hjátrúnni hafa leitt í.
Ijós sannleikskjarna, sem vel má gaum gefa. Hann
hefir bent oss á að vera frjálsir menn, en ekki þræl-
ar, treysta sjálfum oss, heimta af sjálfum oss, dæma
sjálfa oss, en vonast hvorki eftir hjálp né náð frá
atvikum og aðstæðum, né leita afsökunar þar. En
um leið hefir hann gert oss óháða hisminu, hinum
barnalegu umbúðum þessa sannleika. Ef vér látum
ekkert hik né afsakanir komast upp á milli vilja
vors og verka, hömrum járnið heitt, sækjum að
markinu af heilum hug, þá er óhætl að byrjai