Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 45
IÐUNN
Laugardagur og mánndagur.
39
hvern dag sem vera skal. Heill og óheill eru ekki
bundnar við stað né stund, heldur hugarfar og vilja
þess, sem staðinn og stundina velur.
Sigurður Nordal.
Ernest Renan
1823-1923.
Aldarminning.
10. janúar 1885 birtist í »Revue bleue« grein eftir
ungan blaðamann, Jules Lemaitre, með fyrirsögninni:
»Professeurs au Collége de France. M. Ernest Renan«.
Pessi grein var svo fyndin og vel rituð, að höf-
undur hennar varð samstundis frægur og náði mikl-
um tökum á æskulýð Frakklands með gagnrýnis-
greinum sinum. í hinni fj'rnefndu grein segist
Lemaitre hafa farið til að sjá þenna fræga vísinda-
mann og kennara, þar sem hann var að halda fyrir-
lestur í Collége de France.
»Renan«, segir í greininni, »er digur, stuttur, feitur,
vel litkaður, slórskorinn í andliti, hárið grátt og sítt,
netið mikið, en munnurinn fríður, — að öðru leyti
allur vöxturinn sívalur og líkaminn hreylist allur í
einu, höfuðið er stórt og niðri i herðum . . .«. En
á öðrum stað í sömu grein farast Lemaitre svo orð:
»Er það ekki af bókunum, sem vér þekkjum höfund-
ana og þó einkum heimspekingana og ritdómarana,
þá rithöfunda, sem láta oss beint i lé hugsun sína