Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 47
IÐUNN
Ernest Renan.
41
en ég þekki ofurlitið Bretagne, með því að ég hefi
dvalið þar tvö sumur.
Fylkið Bretagne er eins og lítið ríki innan lýð-
veldisins, sem hefir sína sérstöku tungu, þjóðsögur
og þjóðtrú og er mjög frábrugðið öðrum héruðum
Frakldands. Bretagne skagar langt fram í sjó og
virðist bjóða fellibyljum og hættum byrginn, rétt
eins og hinir hraustu synir þess, er koma alla leið
hingað til íslands, til að afla sér daglegs brauðs.
Bylgjurnar, sem brotna á hinni fögru klettaströnd
Bretagneskaga, hafa svelgt í sig svo marga duglega
sjómenn, að í briminu er sem einhverja ógn að heyra,
er leggur þunglyndisblæ yfir hið fríða land. Hin
harða barátta, sem karlmennirnir heyja gegn hafinu
til þess að ná auðæfum þess, hefir skapað hrausta,
alvarlega og harðsnúna kynslóð; og sorgir og angist,
sem konur þessara sjómanna verða að líða, eiga
vissulega mikinn þátt í guðrækni landsmanna. —
Ég skal leyfa mér að skjóta hér inn, að Renan hefir
einhvers staðar látið þá skoðun í ljós; »að kona, sem
ekki er guðrækin, er ekki sönn kona«. — Því að það
má ekki gleymast, að átthagar Renans er sá hluti
Frakklands, þar sem guðræknistilfinningin á sér
dýpstar rætur. Hver sem hefir verið viðstaddur Fyr-
irgefningarhátíð í Pont-Aven eða sjeð Blessunarhátið
fara fram áður en íiskiskipin fara frá Paimpol, gleymir
■því aldrei.
Vér íslendingar skiljum ofurvel þá drauina, sem
útsjónin yfir hinn volduga sæ vekur í mannslijart-
anu, en okkur er með öllu ókunn sú guðræknistil-
íinning og dulkend sem þróast í skugga hinna gömlu
kirkna i Bretagne.
Tréguier var klaustur, sett á stofn á 5. öld, en
utan um það óx brátt upp lftill bær. Á seinni hluta
13. aldar var reist þar dýrðleg dómkirkja og ekki
feið á löngu áður en hvert klaustrið var reist af öðru.