Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 48
42
Thora Friðriksson:
IÐUNN
í*ar voru löng stræti, þar sem ekki sást annað til
beggja handa en háar steingirðingar utan um klaust-
urgarðana. Stjórnarbyltingin 1789 gerði mikinn usla
í þessu presta- og munkahreiðri; en hinar víðáttu-
miklu klausturbyggingar fyllust aftur og Tréguier
varð á ný klerkabýli. Renan segir sjálfur um borg-
ina, að hún baíi öll verið »eitt mikið klauslur, þar
sem hávaði umheimsins gat ekki náð inn, þar sem
alt var kallað hégómi, er aðrir menn sóttust eítir,
en það sem leikmenn kölluðu draumóra var þar
álitið hið eina verulega«.
Það var í þessu andrúmslofti, sem Renan ólst
upp og alla æfi bar hann þess svo miklar menjarr
að það virðist ómögulegt að skilja sálarlif þessa
mikla spekings, nema að hafa í ljósu minni þessi
fyrstu áhrif, sem barnið varð fyrir. Renan vissi þetla
vel sjálfur og i Bernsku- og Æskuminningum sinum
minnist hann oft á það. »F*essi dómkirkjao, seg-
ir hann um dómkirkjuna í Tréguier »sem er æðis-
gengin tilraun til þess að móta háfleygar hugsjón-
ir í grjóti, varð fyrst til þess að leiða hug minn
afvega; hinar löngu stundir, sem ég dvaldi i henni^
eru orsökin til þess hve mjög ég er sneyddur bú-
sýsluvili«, og rétt á eftir segir hann: wÞegar ég fór
til Guingamp, sem er meiri heimshyggju bær, en
þar sem ég átti ættingja af borgarastétt, þá leiddist
mér og ég var feiminn. Þar vildi ég ekki gefa mig
að öðrum, en aumingja vinnukonu einni, sem ég las
sögur fyrir. Eg þráði einungis að koma heim aftur
i gömlu, dimmu borgina mina, sem dómkirkjan ber
ofurliða, en þar sem allur bæjarbragur var lifandi
mólmæli gegn öllu hversdagslegu og smásmuglegu«.
Það sem Renan segir um fæðingarbæ sinn, mætti
einnig segja um rit hans sjálfs. Sem skáld, heim-