Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 49
IÐUNN
Erncst Renan.
4S.
spekingur og vísindamaður berst hann ávalt gegn
hinu ranga, auðvirðilega og þröugsýna.
í bæ eins og Tréguier er auðvitað, að klerkarnir
höfðu æðimikið að segja, en Renan talar ávalt um
þá með mestu viröingu. »Pessir æruverðu prestar
voru fj'rstu kennarar mínir og ég á þeirn að þakka
það, sem kann að vera golt í mér. Hvert orð þeirra
þótti mér sem véfrétt; ég bar svo mikla lotningu
fyrir þeim, að mér kom aldrei til hugar að efast
um neitt, sem þeir sögðu mér, fyr en ég 16 ára
gamall kom til Parísarborgar. Eg hefi siðan átt
miklu vitrari og inikilhæfari kennara, en ég hefi
aldrei átt neina, sem voru virðingarverðari og hefir
oft um það orðið ágreiningur milli min og sumra
vina minna. Eg liefi ált þeirri hamingju að fagna,
að þekkja fullkomna dygð, ég veit hvað trúin er,
og þótt ég síðarmeir hafi komist að raun um, að
sjálfur hinn mikli töfraandi hafi lælt talsvert miklu
skoplegu inn í helgustu hugarsmiðar vorar, þá hefi
ég þó varðveitt mjög mikilsverða reynslu frá þeim
tima. í rauninni finn ég, að lifi minu er ávalt stjórn-
að af trú, sem ég á ekki lengur. Trúin hefir það
einkennilegt við sig, að þótt hún sé horfin,.
starfar hún ennþá«.
Andstæðingar Renans hafa ekki nægilega gætt þess,
hve djúpur sannleikur felst í þessu, þegar þeir hafa
brugðið honum um efablendni og lagt í þella orð
hina verstu þýðingu. Því að hvað var þessi efa-
blendni hans annað en eirðarleysi mikils anda, sem
»heldur áfram að leila hins sanna, jafnvel eftir að
það er fundið«.
í latíuskólanum i Tréguier var Renan fj'iirmj'ndar
lærisveinn og þegar hann árið 1836 hafði fengið þar öll
þau verðlaun, sem hægt var að fá, fékk hann inn-
töku í prestaskóla í Parísarborg, sem kendur var