Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 52
16
Thora Friðriksson:
IÐUNN
um þær trúarsetningar, sem höfðu verið hans and-
lega fæða frá blautu barnsbeini. Vísindi og trú fanst
honum ekki geta sameinast, honum fanst einskis
annars kostur, en að hafna öðru hvoru — og hann
hafnaði trúnni og sleit þannig hin sterkustu og við-
kvæmustu bönd, sem hingað til höfðu bundið hann
við lífið.
Ölvaður af öllum þessum nýju hugsunum og með
æskufjöri reit hann árið 1848 bókina L’Avenir de
la Science (Framtíð vísindanna), en sem ekki var
prentuð fyr en 40 árum seinna. En þó að bókin
kæmi ekki út fyr en nærri hálfri öld eftir sinnaskifti
Renans, vakti hún samt hneyxii »rélttrúaðra«.
Lemaitre varði hana í mjög merkri grein, þar sem
hann meðal annars segir: »Ef trúarbók er lil, þá
er það þessi bók. Eg held ekki að nokkur maður
á neinum tíma bafi tekið lífið eins alvarlega og þessi
tvítugi piltur frá Bretagne, sem öll bernskuárin hafði
verið svo óflekkaður, sern á æskuárunum var svo
alvarlegur og námfús, sem eftir nýafstaðna þunga
samvizkukvöl hélt áfram einn í litla, fátæklega náms-
herberginu sínu að hugleiða gátu tilverunnar — og
^iað svo laus við allan mannlegan hégómaskap, að
þessar hugsanir hafa legið óprentaðar í 40 ár, ein-
ungis af því höfundurinn vildi ekki annað«.
Pað er líka Lemaitre, sem segir, að L’Avenir de
la Science sé »fjársjóður, sem hafi að geyma allar
þær hugmyndir, sem Renan síðar í ritum sínum hefir
aukið, útlistað og fágað«.
Árið eftir ferðaðist Renan til Ítalíu og á þeirri ferð
reit hann ágrip af skáldsögu, sem aldrei var fullgerð
og ekki kom út fyr en eftir dauða hans, en sem að
nokkru leyti er æfisága hans sjálfs.
Innihaldið er hér um bil þetta: Ung stúlka, Cécile
að nafni, skrifar frá Bretagne ungum manni, sem
elskar hana, en sem hefir mist trúna og þannig fjar-