Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 54
48
Thora Fríðriksson:
IÐUNN’
»Guð geíi að aldrei líti svo út, sem eg viðurkenni
ekki yfirburði kaþólskrar trúar og þann þátt, sem
hún á í baráltu hins vesala mannkyns gegn myrkri
og vonzku..........Þrátt fyrir þau höft, sem óhjá-
kvæmilegt er, að kaþólskur siður setji á ýmsum svið-
um andlegrar menningar, þá verða ekki taldir þeir
andans menn, sem vankunnátta og litilmenska mundu
hafa svæft, ef ekki hefðu verið til guðfræðilegar
kenslustofnanir til að vekja þá. Vér skulum varast
að ætla, að Guð hafi fyrir fult og alt yfirgefið þessa
gömlu kirkju. Hún mun yDgjast upp, sem örninn,
hún mun á ný laufi skrýðast eins og pálmaviðurinn;
en hún þarf að hreinsast í eldi, hinar jarðnesku
stoðir hennar vetða að brotna, hún verður að iðrast
þess, að hún hefir um of treyst veraldarvaldi, hún
þarf að afmá af dómkirkjum sínum orðin: Ghristus
regnat, Christus imperat, hún má ekki telja það
niðurlægingu, þótt hún skipi ekki æðsta sess í heim-
inum nema fyrir andlegum augum«.
Okkur Islendingum, sem erum mótmælendatrúar
og hneigöir fyrir skynsemistrú, mun þykja Renan,
jafnvel eftir fráfall hans frá kirkjunni, vera svo trú-
aður, svo guðrækinn, og mér liggur við að segja svo
kaþólskur, að okkur finst hatrið sem klerkastéttin
á ættjörð hans ber til hans vera helzt til mikið.
í tilefni af hundrað ára afmæli Renan’s á að gefa
út ýmislegt af óprentuðum handritum hans. Fyrsta
bókin verður annað bindi af bréfum hans til Henri-
ettu, systur hans; fyrsta bindið af þeim er þegar fyrir
lÖDgu prentað og nær yfir árin 1842—1845. Nýja
bindið er 75 bréf, sem ná frá 1845—1850. Það eru
einmitt þau árin, sem hann átti erfiðast uppdráttar.
23 ára gamall yfirgefur hann Saint Sulpice-skólann.
Hann hefir ekki einu sinni náð stúdentsprófi og nú
byrjar hann fátækur, einmana og allslaus erfitt vís-
indanám. Af þessum bréfum mun mega sjá inn í