Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 59
IÐUNN
Ernest Renan.
53
henni »Líf Jesú« í svo fögrum orðum, að ég get ekki
stilt mig um að þýða þau:
y>Til hins óflekkaða anda Henriettu systur minnar.
í skauti Drottins, þar sem þú hvílir nú, manstu enn
eftir hinum löngu dögum í Ghazir, er ég var aleinn
með þér og ritaði þessa bók, sem er blásin mér í
brjóst af þeim stöðum, er við höfum heimsótt saman.
þögul sast þú mér við hlið og last hvert blað og
hreinskrifaðir jafnskjótt og ég hafði lokið við það —
en að fótum okkur blasti við hafið, þorpin, gjárnar
og fjöllin! Þegar hin lamandi birta hafði vikið fyrir
óteljandi herskörum stjarnanna, þá leiddu spurning-
ar þínar, sem voru svo djúpskygnar og viðkvæmar
og efi þinn, sem var svo nærgætinn, huga minn aft-
ur að hinu háíleyga efni, sem við bæði vorum að
hugsa um. Þú sagðir við mig einn dag, að þú elsk-
aðir þessa bók, í fyrsta lagi af þvi, að þú ættir þátt
í henni með mér og einnig af því að hún væri eftir
þínu hjarta. Þegar þú stundum óttaðist, að hún yrði
fyrir þröngsýnum dómum léttúðugra manna, þá varst
þú þó ætíð sannfærð um, að hún að lokum mundi
geðjast öllum i sannleika guðræknum sálum. Meðan
við vorum í þessum ljúfu hugleiðingum, kom dauð-
,inn skyndilega og snart okkur bæði með væng sín-
um. Svefn hitaveikinnar lagðist yfir okkur bæði í
einu, en ég einn vaknaði aftur I Nú sefur þú, í laudi
Adonis, rétt hjá hinni fornhelgu borg Byblos og hin-
um helgu vötnum, þar sem konurnar, samkvæmt
fyrirmælum fornrar dultrúar, komu saman til að
blanda tárum sínum. Opinberaðu mér, þú góði andi,
mér sem þú elskaðir, þau sannindi, sem veita oss
yfirhönd ylir dauðanum, torða oss frá því að óttast
hann og koma oss næstum til þess að elska hann«.