Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 69
IÐUNN
Visnabók Guðbrands biskups.
63
lof megi ætið aukast á meðal kristinna manna, þá
eru hér nokkrir sálmar, útsettir af mér Gilbert Jóns-
syni á íslenzku, með lítaníu og skriptagangi —
1558«. Ólafur Hjaltason Hólabiskup þýddi og nokkra
sálma. Ætla menn, að bann haíi gefið þá út aftan
við handbók sina eða Guðspjallabók, er lokið var
að prenta 1562, en ekki verður um það sagt með
vissu, því að nú er ekki til nema eitt eintak af
þessari bók og þó ekki heilt, því að niðurlagið er
glatað.
í þessum sálmakverum er enginn sálmur frum-
saminn á íslenzku, heldur eru allir þýddir. Höfund-
arnir eru Lúther og aðrir þýzkir siðskiftamenn; þó
eru nokkrir sálmar þýddir úr dönsku og latínu.
Mjög er i óvissu um þýðingar Ólafs biskups. Sálma-
kver hans er nú með öllu glatað, svo sem áður er
getið, en talið er, að nokkrar af þýðingum hans hafi
verið prentaðar í sálmabók Guðbrands biskups. En
svo undarlega vill til, að þeir sálmar í sálmabók
Guðbrands, sem menn hafa eignað Ólafi biskupi,
eru því nær orði til orðs eins og sálmaþýðingar
Gísla biskups. Fyrir því ætlar dr. Jón Porkelsson,
að hér geti verið um sömu þýðingarnar að ræða, er
báðir biskupar hafi gefið út, en ekki treystir hann
sér til að skera úr, hvor þeirra hafi gert þýðiugarnar.
Kveður hann þessa sálma þýdda úr dönsku (Om
Digtningen pá Island). En Marteinn biskup hefir þýlt
beint úr þýsku.
Fessar sáimaþýðingar stinga mjög í stúf við hinn
kaþólska kveðskap. Hin eldri helgikvæði voru flest
vel kveðin, mörg snildarlega, og nægir að benda á
kvæði Jóns biskups Arasonar og Lilju til sönnunar
því. Aftur er raunalegt að sjá hina fögru sálma Lút-
hers í því stafkarlsgerfi, sem þeir eru búnir í þýð-
ingum þeirra Ólafs og Gísla. Öllu er misþyrmt, máli
og kveðandi, og hugsað um það eitt, að frumtext-