Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 70
64
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
anum sé fylgt orði til orðs. Þó eru þýðingar Marteins
biskups miklu betri, og mega heita allgóðar sumar
hverjar. Þess var því ekki að vænta, að þessi kveð-
skapur gæti náð tökum á alþýðu manna, svo miklar
mætur sem vér íslendingar höfum á fagurri kveðandi.
það var að vonum, að menn gætu ekki unað lengi
-við þessar sálmabækur. Urðu menn brátt mjög
óánægðir með þær, og að miklu leyti fyrir þá sök,
að ein og sama sálmabókin skyldi ekki vera notuð
við guðsþjónustur um alt landið. Þetta barst til eyrna
Friðriki konungi II. og sendi bann því út bréf, þai
sem hann býður biskupum að safna saman í eitt
þeim sálmum, er til væru, og gefa út sálmabók, sem
nota skyldi um land alt; kveðst konungur hafa
heyrt, að hér á landi væru notaðar margar sálma-
bækur og sungnar margvíslegar þýðingar af sömu
sálmunum, svo að þeir, sem komi í ókunnar kirkjur
heyri þar sálma, sem þeir kannist ekki við, og geti
því ekki sungið með. Um þessar mundir var Guð-
brandur Forláksson orðinn biskup að Hólum fyrir
nokkru. Hafði hann aflað sér prentsmiðju Jóns Ara-
sonar og látið prenta ýmsar bækur, svo sem Bibli-
una (1584). En Gísli biskup andaðist skömmu eftir
þetta, og varð því Guðbrandur einn að vinna að út-
gáfu sálmabókarinnar. Vann hann að henni af kappi
og leið ekki á löngu áður en hann hefði lokið því
starfl. Sálmabókin kom iit 1589: »Ein ný sálmabók
með mörgum andlegum sálmum, kostgæfilegum lof-
söngum og visum, skikkanlega til samans sett og
aukin og endurbætt«.
í þessari sálmabók er ekki heldur að ræða um
frumsamda sálma, nema fáa eina. Biskup tekur npp
nokkrar eldri þýðingar, en meginþorri sálmanna er
nýr. Og þar eru ekki eingöngu þýzkir siðskiftasálm-
ar, heldur og fjöldi gamalla latneskra sálma ka-
þólskra, er biskup hefir látið þýða. Kveður biskup