Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 72
66
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
unandi horf. En hann lét ekki þar við sitja. Hinn
nýi siður hafði ekki ennþá náð tökum á þjóðiuni,
alþýðan var viða ramkaþólsk i anda og forneskjuleg
í hugsunarhætti. t*ó að helgra manna átrúnaður væri
nú bannaður, voru kaþólsku kvæðin í engu minni
metum en áður, svo sem vænta mátti, þegar and-
legur kveðskapur í lúterskum anda var enginn til.
er rutt gæti hinum fornu Mariukvæðum af stalli. Á
hinu leitinu var veraldlegi kveðskapurinn, rímur,
mansöngvar og danskvæði, sem drógu huga manna
frá guðrækilegum hugleiðingum og ólu upp í mönn-
um léttúð og gáleysi. í formála sálmabókarinnar fer
biskup hörðum orðum um þenna kveðskap :
»Margir hafa áður fyr meir hér i landi stóra á-
stundun lagt upp á rimur, vísur og önnur kvæði,
lært og iðkað það þegar í frá barndómi og haldið
það fróðleik og haft þar skemlun af, sem þó ei var
nema ónytsamlegur hégómi. Hvað miklu framar ættu
þá nú góðir kristnir menn að iðka og læra guðs orð
í þessum andlegum vísum og kvæðum og hafa þar
gaman og skemtun i drotni«. Og siðar segir hann:
»Að sfðustu til þess að af mætti leggjast þeir ónyt-
samlegu kveðlingar, trölla og fornmannarímur, man-
söngvar, Amorsvísur, brunakvæði, háðs og hugmóðs-
vísur og annar vondur og Ijótur kveðskapur, klám,
nið og keskni, sem hér hjá alþýðufólki framar meir
er elskað og iðkað guði og hans englum til stygðar,
djöflinum og hans árum til gleðskapar og þjónustu,
en í nokkru kristnu landi öðru og meir eftir plag-
sið heiðinna manna en kristinna — — —«.
Biskup hefir þegar séð, að sálmabókin gat ekki
unnið bug á þessum kveðskap, sálmarnir gátu ekki
útrýmt rímunum og kaþólsku kvæðunum. Beir voru
ekki til þess fallnir að kveða á vökunui eða raula
við vinnu sína. Hann fékk því bestu skáld landsins
í lið með sér til þess aö kveða niður þenna ófögn-