Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 75
IÐUNN
Vísnabók Guðbrands biskups.
69
guðsorði i skáldskaparmáli svo fram að fylgja, svo
sem ljós dæmi eru til í þvi gamla testamentinu, á
meðal slíkra tel ég fyrst og helst þann góða mann
síra Einar Sigurðsson, hvörs að er sá fyrri partur
þessarar vísnabókar; hinn annar er svo sem samtin-
ingur fornra og nýrra kvæða, hvað alt eitt með öðru
ég hef látið prenta þeim til gagns og góða, sem það
þiggja vilja — — —«. Þar sem sr. Einar á mestan
þátt í bókinni, allan fyrri partinn eða nálega það,
skal ég fara nokkrum orðum um æíiferil hans.
Sr. Einar Sigurðsson er fæddur að Hrauni í Að-
alreykjadal árið 1539. Faðir hans var Sigurður For-
steinsson, prestur í Grímsey, og er sú ætt litt kunn,
en móðurætt sr. Einars er merkari, er hann var
dóttursonur Finnboga ábóta Einarssonar á .Munka-
þverá og er ætt hans rakin til Guðmundar ríka og
þeirra Möðruvellinga. Einar var settur í Hólaskóla á
14. ári, útskrifaðist þaðan 1557 og tók vígslu sama
ár, einungis 18 ára að aldri. Má af því marka, hvi-
líkur hörgull var kennimanna fyrstu árin í hinum
nýja sið. Sr. Einar þjónaði ýmsum brauðum norðan-
lands og bjó við þröngan kost, þangað til Oddur
biskup sonur hans fékk honum Hvamm i Norðurár-
dal um 1590. En 1591 losnuðu Heydalir eystra og
fékk sr. Einar þá það brauð og prófastsdæmi yflr
Austfjörðum. Er hann jafnan kendur við þann stað,
enda þjónaði hann þar til dauðadags 15. júlí 1626,
og hafði þá gegnt prestsembætli í 69 ár. Sr. Einar
var manna kynsælastur, og er talið, að hann hafi
átt meira en 100 afkvæmi þegar hann andaðist, en í
lok 17. aldar voru uppi 36 prestar, er allir röktu
kyn sitt til hans. Það má og telja, að sr. Einar hafi
haft mikið barnalán. Af sonum hans eru nafnkend-
astir Oddur biskup, faðir þeirra Gísla biskups og
Árna lögmanns, og Ólafur, faðir sr. Stefáns skálds i
Vallanesi. Viröist skáldskapargáfan hafa gengið að