Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 76
70
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
erfðum í ættinni, því að mörg góðskáld vor eru
komin af sr. Einari, svo sem Bjarni Thorarensen og
Jónas Hallgrimsson. í æflílokki sinum getur sr. Ein-
ar þess, að því hafi verið spáð um afkvæmi Einars
ábóta, langafa hans, að það myndi eiga ; basli og
bágindum, en rétta við í 4. lið, og kveður hann það
sannast berlega á Oddi biskupi, syni sinum.
Strax á eftir formála Vísnabókarinnar eru 2 kvæði
eftir sr. Einar, annað til lesarans en hitt til biskups,
og fá menn þegar af þeim ágætan þokka á kveðskap
hans. Fyrra kvæðið byrjar svo:
1. »Lesari góður, littu á
ljóðin Einars mörg og smá
stytta dægur og stöðva þrá,
standa saman á einni skrá.
2. Heilagur andi hvert eitt sinn
hefur það kent mér, bróðir minn,
lifsins krydd ef lítið finn,
að leggja paö ekki í kistur inn«.
Sjálf bókin byrjar á guðspjallavísum: »Sunnudaga
guðspjöll í sálma snúin árið um kring, með ýmsu
sálma og hymna lagi«. Hann tekur þar guðspall
hvers messudags, og snýr í Ijóð; textanum er víðast
nákvæmlega fylgt, en í lok hvers sálms er bænar-
ávarp frá höfundi. Pessir sálmar eru ortir undir
venjulegum sálmalögum, svo sem fyrirsögnin vottar;
þó er einn í hrynjandi eða Liljulagi. Aftan við hvern
sálm eru vísur 2 eða 3 í dróttkvæðum hætti, er þar
fyrst stuttlega drepið á efni textans, og síðan hug-
leiðing í 1 eða 2 vísum út af guðspjallinu. Salmar
þessir eru vel ortir og vandaðir að kveðandi, en lítið
sem ekki af sjálfstæðum hugsunurn eða hugleiðing-
um. Sem dæmi skal ég tilfæra niðurlag sálmsins á
6. sunnudag eftir páska: