Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 78
72
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
Þá er Hugbót, iðrunar- og bænarsálmur, ljómandi
vel kveðinn. Þar er þetta erindi:
V, 4. »Fer ég nú rétt sem sauðurinn sá,
sem sér kann ekki að bjarga,
þegar hann hvarflar hjörð i frá
og hittir óbygð marga,
öngvu skjóli mæta má
i millum grimmra varga;
góði hirðir, gæt þú min,
græöarinn Jesú, lömbum þin
láttu ei Jjónin farga«.
Mörg eru bér fleiri ágæt kvæði eftir sr. Einar,
t. d. Pislarminning, Nýárskvæði 2, Maríuvísur, Hugg-
unarvísur, kvæði um binn siðasta dag, Hjónasinna
og mörg fleiri. Ég get ekki stilt mig um að tilfæra
örfáar visur úr sumum þessara kvæða:
Nýárskvæði V. 10.:
aStandi um landið stjórnarmenn
sterkir í verki hreinu
með ráð og dáð og röksemd enn
rétt og slétt á einu.
Ótrú ljót og öfundargráð
eyðist bæði spott og háð
sem drafl og dár,
vel komið nýtt ár.
Svo löng sú hangir yfir oss öll
ógnin megn fyrir skaðleg föll
nú hverfi hér.
Vel komið nýtt ár og vel komið er«.
»Kvæði af stallinum Kristi, sem kallast vöggukvæði«:
Viðlag: »Emanúel heitir hann
herrann minn enn kæri.
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri«.
V. 16.: »Skapaðu hjartaö hreint í mér
til herbergis sem sómir þér,