Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 79
ÍÐUNN
Visnabók Guðbrands biskups.
73
saurgan allri síðan ver
svo ég þér gáfur færi.
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri«.
»Huggunarvísa i móti barnamissi«, v. 1:
»Sé þitt hjarta af sorgum mótt
þvi sonurinn deyði þinn svo skjótt,
hjartans faðir huggi þig,
það heilagur andi fræddi mig.
Sá föðurnum þóknast, ílýtir hann mest á fund við sig«.
Kvæði um þann síðasta dag:
Viðlag: »Dimt er í heiininum, drottinn minn,
deginum tekur að halla.
Dagur fagur prýðir veröld alla«.
V. 1. »Nógu þykir mér nóttin löng,
nýjan vil ég því dikta söng.
Myrkvastofan er meiðslaþröng,
mál er héðan að kalla.
Dagur fagur prýðir veröld alla«.
Merkilegt er Maríukvæði sr. Einars, eða »Maríu-
vísur«, og skal ég tilfæra nokkur erindi úr þeim,
þar sem kvæðið lýsir greinilega skoðun sr. Einars á
hinni fornu Maríudýrkun og eins á hinum öfgunum,
að vilja ekki líta við guðsmóður:
V. 4. »Hin fornu skáldin fóru vilt,
það finst í þeirra óði.
Páfans hefir þeim prédikun spilt,
þá prúðu frú
báðu af trú,
en engum heyrði æran sú
utan þér, skaparinn góði.
V. 5. Nýju skáldin nú eru blekt,
nálega var svo lengi
ég hugða mesta synd og sekt