Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 80
74
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
ef söng til þess
Maríuvers
mann eða kvinna i máli hress,
að Maria lofgerð fengi.
V. 6, Nú vil ég bæta beggja ráð,
því bið þess heilagan anda,
að Maríu sonarins mjúka náo
mér sé nær
og hjarta kær,
svo móður þinni, meistannn skær,
mætta ég hróðurinn vanda.
V. 7. Ger þú mig svo góðau smið,
græðarinn eiskuriki.
Af fornu gulli fægi ég ryð,
þar farið var vilt
og loflnu spilt;
en Mariu fengi ég heiðran hylt
svo himna föðurnum líki.
V. 38. Vorum vér forðum viltir svá
að vildum á hana trúa
og tilbiðja einnig þá
alla senn
helga menn.
Lof sé guði, hann leyfði oss enn
á lífs veg aftur snúa«.
Þó að kvæðið sé alveg í lúterskum anda, er það
mjög þýtt og innilegt og er gaman að bera það
saman við »Maríuæfi« sr. Ólafs Guðmundssonar aft-
ar í bókinni, sem er mjög þurt og tilfinningasnault.
Á eftir þessum kvæðum eru nokkur kvæði ort út
af gamla testamentinu, þá rímur og loks nokkrir
aðrir sálmar og kvæði, og lýkst þar með fyrri part-
ur bókarinnar. Dr. Jón Þorkelsson telur síðasta
kvæði sr. Einars vera Súsönnukvæði, og sé það þó
vafasamt, því að Hálfdán Einarsson hefir eignað sr.