Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 82
76
Pétur Sigurðsson:
IÐUNN
kvæðið, sein er prentað fyr í bókinni með kvæðum
sr. Einars og nefnt þar: »Önnur kristileg játning«
(Vb. 1748 p. 83), að eins með smávægilegum orða-
mun. Bendir þetta til þess, að fleiri kvæði sr. Einars
hafi getað slæðst inn í seinni partinn.
Mikið af kveðskap sr. Einars er nú glatað. Auk
kvæðanna i Vísnabókinni eru til annarstaðar nokkur
kvæði eftir hann, t. d. Guðspjallavísur alt árið um
kring, 101 er., Dægradvöl, 150 er., Æfiflokkur, kveð-
inn 1619, 203 er., Barnatölufiokkur, 80 er., ortur
sama árið sem skáldið létst, og er þá fátt ótalið.
Eins og marka má af þeim erindum, sem ég hef
farið með, hefir sr. Einar verið ágætis skáld, enda
höfðu menn miklar mætur á skáldskap hans. Hall-
grimur djákni fer þessum orðum um hann i Presta-
tali sínu: »Hann var ypparsta sálmaskáld landsins á
sinni tíð og kvæðasmiður, til hverrar iðju hann varði
allri æfi sinni frá 30. aldursári, og orti ætið eitthvað
gott á hverjum degi«. Ekki veit ég heimildir fyrir
þessu, en vera má að Hallgrímur hafi tekið þetta
eftir orðum Einars sjálfs í kvæði af Naarnan sýr-
lenzka, og skilið þau bókstafiega:
»Pó oftast hafi ég óbreytt lag
iðja mín er sérhvern dag
að dikta brag----«.
Enn í dag munu víst flestir kannast við nafn sr.
Einars, en kveðskapur hans mun fáum kunnur nú
orðið. í sálmabókum hefir hann átt lítið, einungis 2
sálma i sálmabók Guðbrands svo mönnum sé kunn-
ugt. Annar, »Miskunna þú mér mildi guð«, hvarf
brátt, en hinn, »Hver sem að reisir hæga bygð«,
hefir haldist í öllum útgáfum sálmabókarinnar, þang-
að til hin nýja sálmabók kom út, sú sem nú er
notuð. Aftur var skírdagssálmurinn úr Guðspjallavis-
um hans tekinn upp i sálmabókarviðbæti Helga